Rökkur - 01.03.1931, Page 43

Rökkur - 01.03.1931, Page 43
R 0 K K U R 41 endurnýjunarþrótt sinn til þeirra, sem sveitirnar byggja. betta hefir mönnum orðið æ ljósara eftir þvi sem gallar borgamenningarinnar nú á dögum koma skýrar i ljós. Borgamenning vorra daga er að vísu stórmerk að mörgu leyti, en við íslendingar — þó hér séu engar stórborgir -— þurfum ekki út fyrir pollinn til þess að festa augun ó þeim ein- kennum borgamenningarinn- ar, sem bera það með sér, að hún ljær skjólsliús þeim óvætt- um, sem þjóðinni er hinn mesti ófögnuður að. Þrátt fyrir glæsileik sinn og sínar góðu hliðar, er borgamenningin vanmegnug þess að halda við þrótti síns eigin stofns af sjálfsdáðum. Þrátt f'vri r það, sem gert er í borgunum til andlegrar og líkamlegrar upp- byggingar íbúunum yrði óhjá- kvæmilega um hnignun að ræða, ef við misti manna, sem liafa mótast fvrir álirif sveita- iifsins. Því er ekki þannig var- ið nú, vegna aðstreymis úr sveitunum og að litlu leyti vegna þess, að allmörg borga- börn mótast að meira eða ininna leyti af sveitaveru á sumrum. Ef Reykjavík er tek- in til dæmis, sést ljóslega bvert stefnir. Hér er nú saman kom- inn lýður af öllum landsliorn- um. Verulegur hluti íbúanna er borinn og barnfæddur í sveit. Þetta fólk og sjálfsagt meiri hluti gamalla og góðra borgara, sem mótast liefir á sama hátt, revnir vafalaust eftir megni að beita áhrifum sínum til að ala vel upp börn sín. En aðstaðan er öll önnur en áður. Á fáum árum hefir borgarmenningin hér i Reykjavík tekið á sig sum verstu einkenni erlendrar stór- borgamenningar. Gamla fólk- ið fær oft og tíðum við ekkert ráðið — það á ekki samleið með börnunum og barnabörn- unum, sem fagna komu hinna nýju strauma, er svæfa mann- dómsbugsanirnar, en hossa því í fari manna, sem síst skyldi, hégómaskapnum, hóflausri skemtanafýsn og evðslusemi. Áhrifin, sem nýja kynslóðin verður mest fvrir nú. fara ekki í þjóðþrifaátt; þau eru mann- spillandi og draga menn niður á við, ræna menn manndómi, hugsjónaþreki, skapa ekki löng- un til þess að þroska einstak- lingseðli sitt, skapa ekki trú á neitt æðra hlutverk, sem land- inu, þjóðinni er gagn að unnið sé að — og bætir manninn sjálf- an um leið. Þrekið, stefnufest- an og sjálfsaginn, alt eru þetta dygðir, sem borgamenningin nú á dögum lamar, en hið óbrotna, erfiða ræktunarlif þroskar þær.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.