Rökkur - 01.03.1931, Side 55

Rökkur - 01.03.1931, Side 55
R O 1< K U R 53 Birni vatnsleðursstigvélin og kvaðst mundu bera honum hressingu í baðstofuna.. Kristrún vaknaði af mókinu, er Björn kom inn. Hann gekk að hvílu hennar og kysti hana, lagði höndina sem snöggvast á höfuð hennar og strauk silfur- grátt, þunt liárið, sem eitt sinn hafði verið þykt og jarpt og sítt. iÞrátt fyrir merkin, sem Kristrún bar, eftir áratuga strit og basl og vonbrigði, leyndi það sér ekki, að hún liafði ver- ið fríðleikskona, þegar hún var upp á sitt besta. Skerpan var nú horfin að mestu úr andlitsdrátt- unum, sem höfðu vcrið lireinir og fagrir, í horuðu andliti liennar var hrukka við hrukku, en tillit dökkgráu augnanna bar enn göfugri, trj'ggri sál vitni. Hið innra fyrir var enn hjart og fagurt, þrátt fvrir líkams- lirörnunina. Og í augum Björns var Kristrún enn fögur, sem von var, því hennar innri mað- ur, eigi síður en útlit, hafði í fyrstu vakið ástir hans. Björn settist á rúmstokkinn hiá henni. „Sæll, góði minn.“ „Er þér heldur að þyngja, Kristrún min?“ „Æ, það er víst svipað, nema hóstinn er sárari.“ „Það er best, að þú fáir aftur úr glasinu í kveld. Það á að mýkja.“ „Það er víst best, þótt það sé bara í svip.“ Björn fór að tína af sér föt- in. Og þegar hann var háttaður tók hann gleraugun og ísafold- arstrangann. Nei, Kristrún þurfti ekki að spyrja. Það hafði ekki verið neitt bréfið —, og hún spurði heldur einskis í þá átt. „Var margt i vikinni, Björn minn ?“ „O-nei. Jón á Völlum var þar og einn drengjanna með hon- um. Eg hitti ekki fleiri úr sveit- inni, en það liafði verið fleira um manninn í víkinni í gær. En ])að var ferðafólk úr fjarlægari sveitum, sem ætlaði suður með bátnum.“ „Þú hefir fengið þetta, sem vantaði?“ „Já, eg fekk það alt, Kristrún mín, eg skildi töskuna eftir frammi hjá Guðrúnu.“ Björn var búinn að ojma blaðastrangann, en lagði liann aftur frá sér. „Eg liekl eg lesi ekki blöðin í kveld, Kristrún. Eg er þreyttur og mér er margt í hug.“ Guðrún kom nú inn með skálarnar. Hún hjálpaði Krist- rúnu og liagræddi, og að mál- tíðinni lokinni gekk hún til

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.