Rökkur - 01.03.1931, Page 69

Rökkur - 01.03.1931, Page 69
R 0 K Iv U R 67 Frá Rússlantll. Það er afarmikið skrifað um Rússland og áform rússnesku ráðstjórnarinnar um þessar mundir i erlend blöð, og sjálf- sagt er valt að treysta á margt af því, sem um þessi efni er skrifað. Af skeytum til blað- anna er kunnugt, að Rússar bafa flutt ógrynnin öll af mat- vælum, timbri o. fl. úr landi og selt þar með lægra verði en aðrar þjóðir geta boðið. Hafa Rússar leigt fjölda skipa til að flytja útflutningsafurðir sinar á erlenda markaði. Iveppinautar þeirra í öðrum löndum hafa sem von er, kvart- að sáran og vilja engan trúnað á það festa, að Rússar segi það satt, að þeir geti selt útflutn- ingsvörur sínar svo ódýrt, vegna þess, að framleiðslu- kostnaðurinn sé minni bjá þeim. Er því haldið fram af ýmsum, að Rússar hafi með út- flufningum sínumverið að gera tilraunir til að koma ókyrð á viðskiftalif heimsins,nota tæki- færin sem kreppan liefir skap- að, til að vekja óánægju, en ennfremur, að fangar í tugþús- undatali vinni að framleiðslu þeirra afurða, sem Rússar ftytja úr landi. Þess vegna geti þeir selt svo ódýrt. Bresk blöð, t. d. Daily Mail, eru afar liarð- orð i garð bresku stjórnarinn- ar um þessar mundir, og segja að Rússar séu sífelt að vinná gegn bagsmunum Bretlands — og að þeir noti til þess breskt lánsfé. Hefir nýlega verið rætt um þessi mál í breska þinginu og stjórnin verið ásökuð liarð- lega fyrir slælega framkomu gagnvart Rússum. Neyddist þá breska stjórnin loks til þess að láta sendiherra sinn í Mosk- va mótmæla því, að útvarpað var frá Moskva tilkynningum þess efnis, að breskir verka- menn voru hvattir til bylting- ar. Blaðið Daily Mail l)irti fréttagrein frá fregnritara sín- um í Berlín, eigi alls fyrir löngu. Segir 1 greininni, að Rússar búi sig undir að auka enn fangavinnuna að miklum mun, til þess að auka útflutn- ingana. 1 fangaherinn er safn- að öllum þeim, sem unnið liafa gegn stjórninni. Segir sig sjálft, að atvinnurekendur í öðrum löndum geta ekki staðist sam- kepni við þá, sem engin laun greiða starfsmönnum sinum. Borgir verða reistar í nánd við námur og þá staði, sem bæg- ast er aðstöðu að safna saman hráefnum til vinslu. Bygging borga þessara er einn liður fimm ára ráðagerðarinnar um 5*

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.