Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 2
Rannveig Sverrisdóttir,
Valgerður Stefánsdóttir og
Guðrún Steinþórsdóttir
ÍTM geymir minningar fólks,
gildi, sýnir vonir og þrár
Inngangur ritstjóra
Íslenskt táknmál, ÍTM, er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og á
sér rætur á meðal Íslendinga. Það er ólíkt öðrum táknmálum og nágranna-
raddmálinu, íslenskri tungu. ÍTM er samofið menningunni sem skapast
í félagslegum samskiptum döff1 fólks og er mörgum öðrum Íslendingum
hulið. Í þessu hefti Ritsins er sjónum beint að íslensku táknmáli með það
að markmiði að kynna þennan heillandi heim. Saga ÍTM er saga kúgunar
og átaka en líka saga um sköpunarmátt mannsheilans og ótrúlega seiglu.
Í fyrstu þemagreininni fjallar Valgerður Stefánsdóttir doktorsnemi, fyrrum
forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskerta og
kennari við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík, um sögu ÍTM. Fram til
þessa hefur þekking á uppruna ÍTM verið lítil sem engin en með því að rekja
sögu táknmálsfólks sýnir Valgerður hvenær og hvernig íslenskt táknmál tók
að þróast og berast áfram til nýrra kynslóða málhafa. Niðurstöður leiða í ljós
nýjan skilning á þróun málsins en sýna einnig að málið hefur alltaf verið í
útrýmingarhættu. Verðmætin sem ÍTM geymir og mikilvægi þess fyrir mál-
hafa hefur þó gefið því nægilegan viðnámsþrótt hingað til gegn þeim öflum
sem vinna á móti því.
Út frá málvísindalegu sjónarmiði eru öll tungumál jöfn, bæði þau sem
eiga sér stutta sögu og hafa verið undirokuð sem og stærri mál með lengri
1 Döff er aðkomuorð úr íslensku táknmáli og vísar til fólks sem tilheyrir táknmálssam-
félagi, talar táknmál og samsamar sig þeim menningarheimi.
Ritið
3. tbl. 22. árg. 2022 (1-4)
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.3.0
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).