Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 3
RANNVEIG, VALGERÐUR OG GUÐRÚN
2
sögu og meiri rannsóknir. Í grein sinni gerir Jóhannes Gísli Jónsson, prófess-
or í íslenskri málfræði, grein fyrir bæði líkindum og ólíkindum á milli annars
vegar táknmála sem miðlað er í rými með höndum og líkama og numin með
sjón og hins vegar raddmála sem miðlað er með röddu (og sumum í riti) og
numin með heyrn. Vissulega eru til mál ólíkra gerða bæði innan táknmála og
raddmála en Jóhannes einblínir hér á þau atriði sem skýrast af miðlunarhætti
enda nýta táknmál bæði rými og sammyndun sem (nánast) einungis er hægt
í sjónrænu máli. Hér er sýnt fram á að öll mannleg mál eru í grundvallarat-
riðum eins, byggjast upp á litlum merkingarlausum einingum sem mynda
stærri merkingarbærar einingar. Jóhannes nýtir bæði dæmi úr ÍTM sem og
öðrum táknmálum til að sýna fram á þennan samanburð.
Þrátt fyrir að öll tungumál séu jöfn fyrir málvísindum er staða þeirra
ólík. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands, og
Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnar-
lausra og heyrnarskerta, fjalla um málstefnu íslensks táknmáls. Þær benda
á að málumhverfi táknmálsbarna sé ábótavant og að íslenskt táknmál sé í
útrýmingarhættu þótt málið hafi hlotið lagalega viðurkenningu árið 2011.
Lögunum hafi hvorki fylgt fjármagn né aðgerðaáætlun eða verið fylgt eftir
með breytingum á öðrum lögum. Nú rúmum áratug eftir lagasetninguna
hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga að málstefnu ÍTM sem beinist
að því að snúa við veikri stöðu málsins. Kristín Lena og Rannveig rýna
í málstefnuna í ljósi málstefnufræða, ræða hvort hún samrýmist málstefnu
samfélagsins, nái að stuðla að því að bæta málumhverfi táknmálsbarna og
hafa þar með áhrif á lífvænleika málsins.
Mannlegt mál er ekki eingöngu tæki til samskipta heldur, eins og William
Stokoe, frumkvöðull í málfræðirannsóknum táknmála sagði, eru mál fólks og
menning óaðskiljanleg. Málið geymir minningar fólks, gildi og sýnir vonir
þeirra og þrár.2 Innan döff samfélaga og þar með menningar þróast annars
konar listform og listir en í heyrandi samfélagi og um þær er fjallað í kafl-
anum „Döff listir”. Þar er rætt um sjónrænar sögur (e. visual vernacular, VV-
sögur) sem falla undir táknmálsbókmenntir Söguformið kemur upphaflega
frá döff leikaranum Bernhard Bragg en hann nýtti tengsl á milli frásagnar-
máta kvikmynda og táknmála.3 Með ákveðinni tækni sem líkir eftir mynd-
2 William Stokoe, „Foreword“, ritstjórar H-Dirksen L. Bauman, Jennifer L. Nelson
og Heidi M. Rose, Signing the Body Poetic. Essays on American Sign Language Litera-
ture, Berkeley, Los Angeles og London: University of California Press, 2006, bls. xiii.
3 Rachel Sutton-Spence og Michiko Kaneko, Introducing Sign Language Literature.
Folkklore and Creativity, London: Palgrave, 2016, bls. 61–62.