Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 3

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 3
RANNVEIG, VALGERÐUR OG GUÐRÚN 2 sögu og meiri rannsóknir. Í grein sinni gerir Jóhannes Gísli Jónsson, prófess- or í íslenskri málfræði, grein fyrir bæði líkindum og ólíkindum á milli annars vegar táknmála sem miðlað er í rými með höndum og líkama og numin með sjón og hins vegar raddmála sem miðlað er með röddu (og sumum í riti) og numin með heyrn. Vissulega eru til mál ólíkra gerða bæði innan táknmála og raddmála en Jóhannes einblínir hér á þau atriði sem skýrast af miðlunarhætti enda nýta táknmál bæði rými og sammyndun sem (nánast) einungis er hægt í sjónrænu máli. Hér er sýnt fram á að öll mannleg mál eru í grundvallarat- riðum eins, byggjast upp á litlum merkingarlausum einingum sem mynda stærri merkingarbærar einingar. Jóhannes nýtir bæði dæmi úr ÍTM sem og öðrum táknmálum til að sýna fram á þennan samanburð. Þrátt fyrir að öll tungumál séu jöfn fyrir málvísindum er staða þeirra ólík. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði við Háskóla Íslands, og Kristín Lena Þorvaldsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heyrnarskerta, fjalla um málstefnu íslensks táknmáls. Þær benda á að málumhverfi táknmálsbarna sé ábótavant og að íslenskt táknmál sé í útrýmingarhættu þótt málið hafi hlotið lagalega viðurkenningu árið 2011. Lögunum hafi hvorki fylgt fjármagn né aðgerðaáætlun eða verið fylgt eftir með breytingum á öðrum lögum. Nú rúmum áratug eftir lagasetninguna hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga að málstefnu ÍTM sem beinist að því að snúa við veikri stöðu málsins. Kristín Lena og Rannveig rýna í málstefnuna í ljósi málstefnufræða, ræða hvort hún samrýmist málstefnu samfélagsins, nái að stuðla að því að bæta málumhverfi táknmálsbarna og hafa þar með áhrif á lífvænleika málsins. Mannlegt mál er ekki eingöngu tæki til samskipta heldur, eins og William Stokoe, frumkvöðull í málfræðirannsóknum táknmála sagði, eru mál fólks og menning óaðskiljanleg. Málið geymir minningar fólks, gildi og sýnir vonir þeirra og þrár.2 Innan döff samfélaga og þar með menningar þróast annars konar listform og listir en í heyrandi samfélagi og um þær er fjallað í kafl- anum „Döff listir”. Þar er rætt um sjónrænar sögur (e. visual vernacular, VV- sögur) sem falla undir táknmálsbókmenntir Söguformið kemur upphaflega frá döff leikaranum Bernhard Bragg en hann nýtti tengsl á milli frásagnar- máta kvikmynda og táknmála.3 Með ákveðinni tækni sem líkir eftir mynd- 2 William Stokoe, „Foreword“, ritstjórar H-Dirksen L. Bauman, Jennifer L. Nelson og Heidi M. Rose, Signing the Body Poetic. Essays on American Sign Language Litera- ture, Berkeley, Los Angeles og London: University of California Press, 2006, bls. xiii. 3 Rachel Sutton-Spence og Michiko Kaneko, Introducing Sign Language Literature. Folkklore and Creativity, London: Palgrave, 2016, bls. 61–62.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.