Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 4
ÍTM GeYMIR MINNINGAR FóLKS, GILDI, SýNIR VONIR OG ÞRáR
3
máli kvikmynda og fylgir málfræði ASL (amerísks táknmáls) skapaði hann
sterkar sjónrænar sögur þar sem bókmenntir og málvísindi skarast. Notkun
eiginlegra tákna er lítil en byggt er á látbragði og hlutverkaskiptum, sjónar-
hornsbreytingum og próformasögnum (e. classifier predicates), þáttum sem
eru hluti af ríkri orðhlutafræði táknmála.4 Nú eru sjónrænar sögur orðnar
hluti af bókmenntahefð táknmálssamfélaga víða um heim. Frumkvöðull að
því að kynna og kenna þetta listform á Íslandi er elsa Guðbjörg Björnsdóttir
og eru dæmi um sögur sem orðið hafa til á námskeiðum hennar í þessum
kafla.
Þá er í kaflanum sagt frá kvikmyndagerð og myndlist döff listamanna
og hvernig verkin tjá oftar en ekki þeirra veruleika sem döff í heyrandi
heimi. Myndir af málverkum og teikningum sem hér birtast eru allar af
verkum eftir Arnþór Hreinsson. Myndirnar eru í eigu Samskiptamiðstöðvar
heyrnarlausra og heyrnarskertra og eru birtar með leyfi listamannsins og
stofnunarinnar. Ritstjórar vilja þakka Arnþóri sérstaklega fyrir að veita við-
tal um myndir sínar og að leyfa birtingu þeirra. Kápu Ritsins prýðir ein af
teikningum Arnþórs Hreinssonar. Þar sýnir listamaðurinn á kómískan hátt
stöðu táknmálsfólks í málminnihluta og valdeflinguna sem fylgdi túlkaþjón-
ustu þegar hún varð aðgengileg.
Að þessu sinni falla tvær greinar utan þema. Í greininni „Ég heyri það
sem þú segir“ fjallar Alda Björk Valdimarsdóttir um samlíðan sem pólitíska
og félagslega stýringu. Hún bendir á að þótt samlíðan sé gjarnan talin leiða
til aukins siðferðisskilnings eða því sé haldið fram að hún sé mótandi fyrir
gæsku og góðvild fólks geti hún haft neikvæðar afleiðingar. Máli sínu til
stuðnings tekur Alda Björk tvö dæmi; annað af erlendum vettvangi en hitt af
innlendum. Annars vegar dregur hún fram hvernig Donald Trump, fyrrum
forseti Bandaríkjana, notar samlíðan með klækjabrögðum til að skapa ótta
og bræði meðal þegna samfélagsins og hins vegar varpar hún ljósi á það
hvernig samlíðan bindur hópa saman með því að skoða ólíkar viðtökur á
smánun og andlegu ofbeldi á tveimur fötluðum íslenskum konum.
Sigurður Kristinsson beinir sjónum að sambandi háskóla við lýðræði í
greininni „Háskóli í þágu lýðræðis“. Hann bendir á að þótt hugtökin há-
skóli og lýðræði séu margræð freisti hann þess að greina þá þætti í há-
skólastarfi sem hafi gildi fyrir lýðræði óháð ólíkum túlkunum. Samkvæmt
4 Um hlutverkaskipti, sjónarhornsbreytingar og próformasagnir má til dæmis lesa
hjá elisabeth engberg-Pederen, Space in Danish Sign Language. The Semantics and
Morphosyntax of the Use of Space in a Visual Language, Hamborg: SIGNUM-Verlag,
1993.