Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 7
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
6
og lærðu danskt táknmál, hefðu sest að á Íslandi eftir nám.5 Í samanburðar-
rannsókn bresku málfræðinganna Russell R. Alderson og lisa McEntee-
Atalianis, sem byggir á aðlöguðum lista Swadesh6 til að rannsaka táknmál, á
dönsku og íslensku táknmáli (292 tákn) fundu þau að yfir 60% tákna í ÍTM
líktust jafngildi þeirra í dönsku táknmáli.7 Málfræðingarnir Justin M. Power,
guido W. grimm og Johann-Mattis list, sem hafa fengist við söguleg mál-
vísindi, notuðu dreifingu fingrastafrófa til að kortleggja táknmálsfjölskyldur
í Evrópu og ályktuðu út frá því, að hér var notað danskt fingrastafróf, að
íslenskt táknmál væri í dönsku fjölskyldunni.8 Timothy Reagan, sem fjallað
hefur um málstefnur og táknmál, málréttindi og menntun á táknmálum,
hefur hins vegar bent á að í tilviki táknmála sé ekki nóg að skoða skóla-
söguna eða samanburðarrannsóknir og veltir því fyrir sér hvort það sé yfir-
höfuð réttmætt að nota hugtakið táknmálsfjölskyldur þegar fjallað er um
tengsl milli táknmála. Táknmál lærist af jafnöldrum (e. intragenerational) og
berist því til hliðanna, það er meðal jafningja, en ekki að ofan og niður eða
frá foreldrum til barna og þróist mun hraðar en raddmál. Hann vitnar í lyle
Campell9 sem telur að þegar talað er um táknmálsfjölskyldur sé venjulega
frekar um að ræða líkindi vegna áhrifa frá málsambýli heldur en sameigin-
legan uppruna.10
Í þessari grein er lögð áhersla á að rannsaka hvort ÍTM eigi uppruna
sinn í DTS eins og málfræðingar hafa talið eða hvort málið hafi þróast á
annan hátt. leitað er svara við spurningunni um uppruna íslensks táknmáls
út frá málvísindum og mannfræði. Með aðferðum málvísindalegrar mann-
fræði er hið stóra tengt hinu smáa, hið breytilega hinu venjubundna, hið ein-
staklingsbundna hinu félagslega, hið skapandi hinu fasta og hið sögulega við
5 Arnfinn Muruvik Vonen, „Tegnspråk i Norden“, bls. 10.
6 Bandarískur málfræðingur sérhæfður í sögulegum- og samanburðarmálvísindum.
listinn er birtur í Morris Swadesh, „Toward greater Accuracy in lexicostatistic
Dating“, International Journal of American Linguistics 21: 2/1955, bls. 121–137.
7 Russell R. Alderson og lisa McEntee-Atalianis, „A lexical Comparison of Signs
from Icelandic and Danish Sign languages“, Sign Language Studies 9: 1/2008, bls.
45–87, hér bls. 74.
8 Justin M. Power, guido W. grimm og Johann-Mattis list, „Evolutionary dynamics
in the dispersal of sign languages“, R. Soc. open sci 7: 191100/2020, bls. 1–15, hér bls.
10.
9 lyle Campbell er virtur fræðimaður innan sögulegra málvísinda en er nú prófessor
emeritus við háskólann í Manoa á Havaí. Vegna rannsókna hans á máli frumbyggja
í Ameríku eru skrif hans um táknmálsfjölskyldur svo merkileg og mikilvæg.
10 Timothy Reagan, „Historical linguistics and the Case for Sign languages“, Sign
Language Studies 21: 4/2021, bls. 427–454, hér bls. 427–428.