Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 11
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
10
1867 til dauðadags árið 1890 þar sem heyrandi heimilisfólk var í meirihluta,
12–28 manns, en aðeins 2–5 heyrnarlausir nemendur á hverjum tíma. það
er því áhugavert að skoða rannsóknir fræðimanna á blönduðum málsam-
félögum.
Rannsókn William Washabaugh á táknmáli Providence eyja (PSl) í litlu
einangruðu samfélagi þar sem heyrnarleysi var algengt vegna skyldleika
íbúa, sýndi að PSl væri „óþroskað“ mál þrátt fyrir að heyrnarlaust fólk hefði
notað það í samskiptum sín á milli í þrjár kynslóðir. Að mati Washabaugh
náði málið ekki að þróast eðlilega vegna yfirráða heyrandi fólks, sem kom
fram við heyrnarlausa eins og börn og kom með því í veg fyrir þróun döff
formgerða og félagstengsla. Hann sagði að máltaka og málþróun væru háð
eðlilegum tengslum við aðra en slík tengsl sköpuðust einungis í samskiptum
heyrnarlausra innbyrðis. þau væru nauðsynleg til þess að málið næði fullum
þroska en það gerðist ekki þar sem heyrandi fólk skapaði formgerðirnar og
réði samskiptunum.29 Fullmótað tungumál yrði aðeins til við félagslegar að-
stæður fólks sem upplifði sig hæft og fyndist það skipta máli.30
Fleiri fræðimenn hafa skoðað táknmál sem hafa orðið til í blönduðum
málsamfélögum, sem flest eru á suðurhelmingi jarðar.31 Annelies Kus-
ters, döff mannfræðingur, lýsti annars konar habitusi í blönduðum hópum
í Adamorobe í ghana en þróast meðal döff fólks og bendir á að þar sem
heyrandi fólk væri í meirihluta notenda hefði það áhrif á málgerðina. Til-
tölulega fá handform væru í málum sem þróuðust í blönduðum rýmum,
táknrýmið væri stórt og sama táknið væri notað með mismunandi merkingu í
mismunandi samhengi. Próformasagnir32 (e. classifier verbs) og sammyndun33
29 William Washabaugh, „The Organization and Use of Providence Island Sign lang-
uage“, Sign Language Studies 26: 1/1980, bls. 65–92, hér bls. 88–89.
30 William Washabaugh, „Providence Island Sign language“, William Washabaugh,
1991, sótt 22. janúar 2021 af http://www.uwm.edu/~wash/prov.htm heimasíðu
William Washabaugh. Hlekkurinn virkar ekki lengur.
31 Ulrike Zeshan og Connie de Vos, „Introduction. Demographic, sociocultural, and
linguistic variation across rural signing communities“, Sign Languages in Village
Communities, ritstjórar Ulrike Zeshan og Connie de Vos, Nijmegen: De gruyter,
Mouton/Ishara Press, 2012, bls. 2–23; Annelies Kusters, Deaf Space in Adamorobe.
An Ethnographic Study in a Village in Ghana, Washington: gallaudet University
Press, 2015; Connie de Vos og Roland Pfau, „Sign language Typology. The Cont-
ribution of Rural Sign languages“, Annual Review of Linguistics 1: 2015, bls. 265–
288; Shifra Kisch, „“Deaf discourse”. The social construction deafness in a Bedouin
community“, Med Anthropol 27: 3/2008, bls. 283–313.
32 Próformasagnir eru oftast hreyfinga- og staðsetningasagnir þar sem handformið
(próformið) sýnir vísimið sagnarinnar og er lýsandi fyrir útlit þess.
33 Í táknmálum raða fónemin sér ekki á streng eins og hljóð í raddmálum heldur eru