Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 12
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
11
(e. simultanious constructions) kæmu ekki fyrir eða afar sjaldan. Málin væru
háð samhenginu, bæði því félagslega og með bendingum, sem væru á raun-
verulega staðsetningu persóna og staða, en væru ekki notaðar málfræðilega
eins og í hefðbundnum táknmálum.34 Að sömu niðurstöðu komust Was-
habaugh og félagar í tilviki PSl þar sem merking setninga gat verið óljós
og skildist einungis út frá viðbótar vísbendingum úr umhverfinu.35 þá næðu
málin, til dæmis eins og táknmál Kata Kolok, yfirleitt ekki að móta fullkomið
áttbeygingakerfi sagna.36 Að svipaðri niðurstöðu komst Victoria Nyst sem
bendir á að í málumhverfi þar sem heyrandi fólk með mismunandi kunnáttu
í táknmáli er í meirihluta þróist ekki sammyndun eða flóknar endurspeglandi
formgerðir.37 Málið þróist ekki til fulls vegna þess að slíkar myndanir reynist
því erfiðar.38
Eðlileg félagsleg samskipti milli döff fólks innbyrðis, án heyrandi af-
skipta, virðast vera forsenda þess að fullmótað táknmál þróist og að döff
menning eða döff habitus nái að verða til. Félagsleg þátttaka, þróun máls og
þróun menningarlegra gilda eru þannig óaðskiljanleg. Nýjar kynslóðir þurfa
að læra málið innan döff formgerða, sem veita aðgengi að félagsmótun, við-
eigandi málvenjum og réttri menningarhegðun til þess að mál lifi og þróist.
Til þess að svara spurningunni um hvenær íslenskt táknmál byrjaði að
þróast þarf því að líta til félagslegra aðstæðna, myndunar döff rýmis þar sem
döff menning byrjaði að verða til, fólk bjó við ákveðið sjálfræði, með sjálfs-
myndaðar margar einingar á sama tíma. Við sammyndun getur hvor hönd myndað
mismunandi merkingar á sama tíma (sjá til dæmis Josep Quer, Carlo Cecchetto,
Caterina Donati, Carlo geraci, Meltem Kelepir, Roland Pfau og Markus Steinbach,
SignGram Blueprint. A Guide to Sign Language Grammar Writing, Berlin, Boston: De
gruyter Mouton, 2017, bls. 97.
34 Annelies Kusters, „Deaf gain and Shared Signing Communities“, Deaf Gain. Rais-
ing the Stakes for Human Diversity, ritstjórar H-Dirksen l.Bauman, og Joseph J.
Murrey, Minneapolis-london: University of Minnesota Press, 2014, bls. 285–305,
hér bls. 293.
35 William Washabaugh, James C. Woodward og Susan DeSantis, „Providence Island
sign. A context-dependent language“, Anthropological Linguistics 20: 3/1978, bls.
95–109.
36 Ulrike Zeshan og Connie de Vos, „Introduction. Demographic, sociocultural, and
linguistic variation across rural signing communities“, bls. 11.
37 Victoria Nyst, „Shared Sign languages“, Sign language. An International Handbook,
ritstjórar Roland Pfau, Markus Steinbach og Bencie Woll, Berlin: Mouton de gru-
yter, 2012, bls. 552–574 hér bls. 564.
38 Ann Senghas, „Intergenerational influence and ontogenetic development in the
emergence of spatial grammar in Nicaraguan Sign language“, Cognitive Develop-
ment 18: 4/2003, bls. 511–531, hér bls. 530.