Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 13
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
12
virðingu sem „hæft og mikilvægt“ og nýjar kynslóðir tóku við þróun málsins
og menningarinnar.
Framkvæmd rannsóknar og gögn
Eðli málsins samkvæmt var ekki hægt að skrá íslenskt táknmál fyrr en kvik-
myndatækni kom til sögunnar. Með tilkomu Samskiptamiðstöðvar heyrnar-
lausra og heyrnarskertra árið 1990 var farið að skrá markvisst málsýni ÍTM
og eru meðal annars notaðar upptökur úr eigu stofnunarinnar í þessari rann-
sókn. Upptökurnar sem um ræðir eru (a) viðtöl við valda einstaklinga, sem
fæddir eru á fimmtíu ára tímabili frá 1900–1960, um skólagöngu þeirra og
líf. Fólkið sem talað var við talaði fingramál og ÍTM. Viðtölin voru tekin af
starfsfólki Samskiptamiðstöðvar. þá voru einnig tekin (b) ný viðtöl, vegna
þeirrar rannsóknar sem hér er greint frá, við fólk sem þekkti söguna og mál-
ið sem talað var á mismunandi tímum til þess að fá gleggri upplýsingar um
þróun íslensks táknmáls. Auk viðtala er byggt á (c) sögulegum gögnum, svo
sem manntölum, kirkjubókum, nemendaskrám, íbúaskrám, tímaritsgreinum
og bókum.
Í viðtölunum er leitað eftir reynslu og upplifunum fólks, félagslegu sam-
hengi þess og menningarvenjum. þar er að finna vísbendingar um notkunar-
svið málsins á hverjum tíma eftir aldamótin 1900 og hvernig það þróaðist á
20. öldinni. Viðtölin birta sögu fólksins sem þróaði ÍTM og gefa málsýni af
því máli sem talað var, bæði fingramáli39 og íslensku táknmáli. Í greininni er
vitnað í:
a. Viðtal frá árinu 2006 við Sigríði Kolbeinsdóttur sem talaði fingra-
mál og Hervöru guðjónsdóttur frá 2009 sem talaði bæði fingramál
og ÍTM. Í skólagöngu þeirra notuðu kennarar og nemendur danskt
fingrastafróf til þess að stafa íslensk orð.
b. Viðtöl tekin á ÍTM við sjö einstaklinga, sem byrjuðu í Málleysingja-
skólanum fjögurra ára gamlir, eftir að raddmálsstefnan hafði tekið
við af fullum krafti. þeim var bannað að nota fingramál og tákn og
tóku þátt í að myndun og þróun ÍTM. þessir einstaklingar eru: Sig-
urborg Skjaldberg (viðtal tekið 2009), Hreinn guðmundsson (viðtöl
tekin 1996 og 2017), Sigríður Borg (viðtöl tekin 2017 og 2021), Jóna
39 Fingramál er táknmálið kallað sem þróaðist upp úr fingrastöfuðum íslenskum orð-
um með dönsku fingrastafrófi. Nánar er gerð grein fyrir því síðar.