Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 16
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
15
Fimm íslenskir nemendur komu í skólann á tímabilinu 1820–1838. þrír
dóu meðan á dvölinni stóð en tveir sneru heim; það voru þeir guðmundur
Ögmundsson og Sigfús Sigurðsson vefari. Eftir að guðmundur kom heim
árið 1829 varð hann niðursetningur í Keldnakoti, Stokkseyrarsókn.45 Sig-
fús kom til Íslands áratug síðar eða vorið 1839.46 Hann vann í fyrstu sem
vinnumaður í þingeyjarsýslu47 og Eyjafjarðarsýslu.48 gefið var út lítið kver á
Akureyri, Fingramálsstafróf skrifað af Sigfúsa Sigurðssyni mállausa. Skorið í tré
og kostað af Jósef Grímssyni gullsmið árið 1857. Í kverinu er mönnum kennt,
„hvernig hver stafur í stafrófinu er táknaður á fingramáli.“49 Með því skráir
Sigfús danskt fingrastafróf handa Íslendingum. Hann gerðist síðar hnakka-
smiður í Norður-Múlasýslu.50
Frá 1839–1865 komu 19 nemendur frá Íslandi í skólann í Kaupmanna-
höfn. Tíu nemendur settust að í Kaupmannahöfn eftir að námi lauk. Karl-
kyns nemendur fengu iðnmenntun, þrír námu skraddaraiðn og einn tré-
smíðar en sex stúlkur unnu við þjónustustörf eftir fermingu og útskrift.51
Fimm nemendur létust meðan á skólavist stóð á tímabilinu 1847–1857.
Fjórir nemendur, sem voru við nám á þessum tíma, sneru aftur til Íslands.52
Í manntölum 1850–1860 kemur fram að Páll þorleifsson hafi farið á heimili
foreldra sinna að Hvammi í Dalasýslu. Samkvæmt Íslendingabók lést hann
árið 1868. Benedikt Halldórsson fór heim í Norður-Múlasýslu og lést 1884.
Í Íslendingabók er haft eftir Einari prófasti að hann hafi dáið ókvæntur og
barnlaus „vitskertur“. Hildur Magnúsdóttir fór heim til foreldra sinna árið
45 Íslendingabók, guðmundur Ögmundsson 1815, sótt 26. október 2022 af https://is-
lendingabok.is.
46 Rigsarkivet: Det kgl. Døvstummeinstitut i København: Stambog over elever 1816-
1865, bls 7, sótt 31. mars 2022 af https://www.sa.dk/ao-soegesider/da/billedvis-
er?epid=21691201#409213,75822757.
47 þÍ manntöl, 1845 Sigfús Sigurðsson, Þjóðskjalasafn Íslands sótt 26. október 2022 af
Manntalsvefur þjóðskjalasafns Íslands.
48 þÍ manntöl, 1850 Sigfús Sigurðsson, Þjóðskjalasafn Íslands sótt 26. október 2022 af
Manntalsvefur þjóðskjalasafns Íslands.
49 ólafur þ. Kristjánsson, „Málleysingjakennsla hér á landi“, bls. 8.
50 þÍ manntöl, 1860 Sigfús Sigurðsson, Þjóðskjalasafn Íslands sótt 26. október 2022 af
Manntalsvefur þjóðskjalasafns Íslands.
51 Rigsarkivet, Det kgl. Døvstumme-Institut i København, Skematiske Optegnelser
om døvstumme II, án dags.
52 Stambog over elever 1816-1865, bls 109, 75 og 222 og Optegnelser over døvst-
umme (1807-1870) II