Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 17
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR
16
1863.53 Hún flutti síðan til systur sinnar í Blönduóssókn54 og lést 1907.55
Kristján Jónsson fór árið 1869 til föður síns í Skagafjarðarsýslu.56 Nánar
verður vikið að honum síðar.
Fjórir nemendur komu út eftir að Malling-Hansen tók við skólanum frá
1866 til 1867 og settust allir að í Danmörku. Að minnsta kosti tvær stúlkur
til viðbótar fóru út eftir að kennsla hófst hér á landi. Önnur þeirra lést úti57
en Rebekka Sigurlín Stefánsdóttir kom til Íslands árið 1883 og bjó hjá for-
eldrum sínum á Seyðisfirði.58 Hún er í Íslendingabók skráð þurfalingur á
Seyðisfirði og lést 1938.
Veruleikinn sem mætti unglingunum, félagslegt samhengi og mögu-
leikar voru allt annars eðlis en lífið sem þeir sem urðu eftir eignuðust. Í
Kaupmannahöfn eignuðust heyrnarlausir Íslendingar samfélag með öðrum,
tungumál, atvinnu, maka og börn. þar höfðu nemendur lært ýmsar iðnir
eins og glerblástur, klæðskeraiðn, skósmíði eða vefnað. þessar atvinnu-
greinar áttu vel við borgarsamfélög en af þeim var ekki mikið gagn í sveitum
á Íslandi. Engar líkur benda til þess að þeir einstaklingar, sem sneru heim
frá skólanum í Kaupmannahöfn, hafi myndað málsamfélag hér á landi þar
sem talað var danskt táknmál eins og fræðimenn hafa gert ráð fyrir. Til þess
var hópurinn allt of fámennur og sundurleitur. Flestir bjuggu hjá foreldrum
sínum eða nákomnum ættingja eftir heimkomu eða voru niðursetningar og
ósjálfráða ómagar. Kristján Jónsson og Sigfús Sigurðsson voru ekki sam-
tímamenn en aðeins þeir, af öllum nemendum skólans, fengu atvinnu.
Kennsla hefst á Íslandi
árið 1867 var á Íslandi prestur, Páll Pálsson á Kálfafelli, sem hafði áhuga á
að taka að sér kennslu heyrnarlausra Íslendinga. Hann taldi sig hafa skilning
á stöðu þeirra en árið 1851 þegar hann var á öðru ári í latínuskólanum var
hann sagður úr skóla vegna veikinda og talinn mállaus.59 Í kjölfarið var Páll
53 Stambog over elever 1816-1865, bls 222.
54 þÍ manntöl, 1901 Hildur Magnúsdóttir, Þjóðskjalasafn Íslands, sótt 22. október 2022
af Manntalsvefur þjóðskjalasafns Íslands.
55 Íslendingabók, Hildur Magnúsdóttir 1846, sótt 26. október 2022 af https://islend-
ingabok.is.
56 Optegnelser om døvstumme (1807-1870) II.
57 Kunnugur, „Eptirmæli“, Þjóðólfur, 21. desember 1894, bls. 234–235, hér bls. 234.
58 „Rebekka Sigurlín Stefánsdóttir“, Sóknarmanntal, Þjóðskjalasafn Íslands, sótt 23.
febrúar 2022 af þjóðskjalasafn Íslands | Sóknarmannatöl (manntal.is).
59 Jón þorkelsson, „Séra Páll Pálsson“, Sunnanfari 3: 8/1893-1894, ritstjóri Jón þor-