Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 20
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
19
Páll hóf að kenna heyrnarlausum á heimili sínu árið 1867 með leyfi frá
kirkju- og kennslustjórninni í Kaupmannahöfn. Sem þingmaður vann hann
að því að sett yrði skólaskylda á Íslandi fyrir öll heyrnarlaus börn og var
kennsla þeirra lögfest þann 26. febrúar 1872. Samkvæmt Tilskipun handa Ís-
landi um kennslu heyrnar- og málleysingja frá Kristjáni níunda Danakonungi
bar foreldrum eða forsjáraðilum heyrnarlausra barna skylda til að sjá um að
þeim yrði komið til náms, þegar þau væru orðin 10–14 ára67 og athyglis-
vert er að foreldrar gátu valið um hvort þeir sendu börnin til séra Páls eða
til Kaupmannahafnar. Einhverjir foreldrar kusu heldur að senda börnin sín
til Kaupmannahafnar. Fram kemur í Stjórnartíðindum að norður- og aust-
uramtið greiddi enn kostnað vegna kennslu „heyrnar- og málleysingja“ í
Kaupmannahöfn árið 1878.68 Sigurgeir H. Friðþjófsson telur að vegna sögu-
sagna sem gengu um Pál í heimabyggð á borð við kvensemi og drykkju-
skap hafi heyrnarlaus börn úr nærliggjandi héruðum gjarnan verið send til
Kaupmannahafnar.69 Samkvæmt tilskipuninni var sú skylda lögð á prest eða
hreppstjóra í heimasveit þeirra að sjá um að koma nemendum fyrir eftir
námið ef foreldrar þeirra eða aðrir vandamenn væru dánir eða gætu ekki séð
fyrir þeim.70
Viðhorf Páls og hugmyndir um nemendur og bendingamál voru ólíkar
hugmyndum annarra á Íslandi. á þingi árið 1871, lýsti hann því að heyrnar-
laus maður væri gæddur öllum sömu sálargáfum og aðrir menn, en hann
vantaði málfærið, af því hann heyrði ekki.71 Páll lýsti kennslunni í grein í
Víkverja árið 1874. þá hafði hann kennt heyrnarlausum í sex ár og tekið átta
nemendur í kennslu. þrír höfðu lokið námi en fimm voru enn við nám. Í
greininni segir Páll að tilgangur kennslunnar sé að nemendur geti gert sig
nokkurn veginn skiljanlega fyrir öðrum með skrift, bendingum og fingra-
67 „Tilskipun handa Íslandi, um kennslu heyrnar- og málleysingja, og fl. (á Íslenzku og
Dönsku)“, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - þriðja bindi, 1875, bls. 463–464, sótt
20. október 2022 af Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - þriðja bindi (01.01.1875)
- Tímarit.is (timarit.is).
68 Stjórnartíðindi fyrir Ísland B-deild, 1. desember 1880, bls. 148, sótt 8. september
2022 af Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - Stjórnartíðindi fyrir Ísland árið 1880
(01.12.1880) - Tímarit.is (timarit.is).
69 Sigurgeir H. Friðþjófsson, Málleysingjakennarinn sr. Páll Pálsson í Þingmúla 1836-
1890, þingborg, 1982, bls. 25.
70 „Tilskipun handa Íslandi, um kennslu heyrnar- og málleysingja, og fl. (á íslensku og
dönsku)“, bls. 286.
71 Alþingistíðindi, 13. þing, 1871, bls. 187, sótt 14. október 2022 af https://www.alt-
hingi.is/altext/althingistidindi/R1871/013_thing_1871_r.pdf.