Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 30
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
29
rastafrófi íslensk orð upp úr kennslubókum. grunneiningar fingramálsins
voru fyrst og fremst fingrastöfuð íslensk orð en ekki sjálfsprottin tákn. Mörg
af táknunum í fingramálinu höfðu, þegar viðtölin voru tekin, lesgerst101 (e.
lexicalized) úr fingrastöfuðum orðum en líka voru notaðar aðstæðubundnar
bendingar og náttúrulegt látbragð. Dæmi um lesgerð tákn er táknið fyrir
mamma, sem í upphafi var fingrastafað m-a-m-m-a102 stundum með íslensk-
um munnhreyfingum en stundum ekki. Í máli yngri kynslóða lesgerðist
táknið og var mm með munnhreyfingunni ‘mamma’.
101 lesgervingu fylgja ýmsar breytingar sem eru reglulegar og fylgja þeim hjóðkerfis-
legu reglum sem eru í málinu. Stafir eyðast og handformum fækkar, myndunar-
staður getur breyst, handform og afstaða handar. þá getur hreyfing bæst við og jafn-
vel notkun óvirku handarinnar. Tákn sem hefur orðið til vegna lesgervingar fingra-
stöfunar getur bætt við sig beygingu, til dæmis fleirtölubeygingu eða staðsetningu í
rými (sjá frekar hjá Robbin Battison, Lexical Borrowing in American Sign Language,
Silver Spring MD: linstock Press, 1978, bls. 107–178).
102 Hástafir eru notaðir til þess að gefa til kynna að um tilvitnun í fingramál eða táknmál
sé að ræða.
Frá ferðalagi að Skógarfossi 1949, Efsta röð frá vinstri: ólafur, guðfinna, Bjarni (?), grétar,
Rútur, Arne. Næst efsta röð: óþekkt kona, óskar, Inga, Magnús, óþekktur maður, Markús,
Pála, María. Næst neðsta röð: Ragnar, ásta, Ester, óþekkt kona, Rósa dóttir guðmundar Trjá-
mannssonar, guðmundur Trjámannsson, Tryggvi. Neðsta röð: óskar (?), Deddi, Hervör og
óli gamli. ljósmynd úr eigu guðmundar ólafssonar