Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 51
JóHannES GÍSLI JónSSOn
50
málum. árið 1960 birtist fræg grein þar sem því var haldið fram að notkun
talfæranna væri einn af mikilvægustu þáttunum sem greindi mannleg mál
frá samskiptakerfum dýra.12 Sama ár varð William C. Stokoe (1919–2000)
fyrstur manna til að færa rök fyrir því að táknmál væru byggð upp á sams
konar einingum og raddmál.13 Hann benti á að táknmál hefðu merkingar-
lausar einingar sem hægt væri að flétta saman og mynda merkingarbær tákn
á sama hátt og hljóðum er raðað upp til að mynda orð í raddmálum. Það er
ekki ofmælt að segja að þetta sé ein mikilvægasta uppgötvun í málvísindum
á 20. öld þótt hún hafi ekki vakið mikla athygli meðal málfræðinga á sínum
tíma og ekki hrundið af stað ýtarlegum rannsóknum fyrr en á áttunda ára-
tugnum.14 En þessi uppgötvun lagði grunninn að algjörri viðhorfsbreytingu
gagnvart táknmálum og fræðimenn fóru nú smám saman að líta á táknmál
sem náttúruleg tungumál og rannsaka þau með aðferðum og hugtökum sem
eru þekkt úr rannsóknum á raddmálum. Þessar rannsóknir hafa fest enn
betur í sessi þá kenningu að táknmál og raddmál séu í raun tvær greinar af
sama meiði eins og nánar verður rakið hér að neðan.
Grunnbreyturnar fimm
Þær merkingarlausu einingar í táknmálum sem Stokoe uppgötvaði eru
handform, hreyfing og staðsetning en afstöðu lófanna er nú yfirleitt bætt við
sem fjórðu einingunni.15 Látbrigði eru oft talin fimmta einingin og er þar
einkum átt við munnhreyfingar. Staða þeirra er þó svolítið óljós vegna þess
að sumum táknum fylgja engar munnhreyfingar og það er einnig misjafnt
milli málhafa hversu mikið þeir nota munnhreyfingar.16 Þó eru dæmi um að
munnhreyfingar séu aðgreinandi í merkingarlega náskyldum táknum í ÍTM,
12 Charles Hockett, „The Origin of Speech“, Scientific American 203, 1960, bls. 88–96,
hér bls. 90.
13 William C. Stokoe, „Sign Language Structure. an Outline of the Visual Comm-
unication System of the american Deaf“, Studies in Linguistics, Occasional Papers,
Volume 8, Buffalo, new York: University of Buffalo, 1960, bls. 3–37.
14 Elissa L. newport og Ted Suppala, „Sign Language Research at the Millennium“,
The Signs of Language Revisited. An Anthology to Honor Ursula Bellugi and Edward
Klima, ritstjórar Karen Emmorey og Harlan Lane, Hillsdale, nJ: Erlbaum, 2000,
bls. 103–114.
15 Robbin Battison, Lexical Borrowing in American Sign Language, Silver Spring: Lin-
stok Press, 1978.
16 Um munnhreyfingar í táknmálum almennt má lesa hjá Penny Boyes Braem og Rac-
hel Sutton-Spence (ritstjórar), The Hands are the Head of the Mouth. The Mouth as
Articulator in Sign Languages, Hamburg: Signum, 2001.