Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 55
JóHannES GÍSLI JónSSOn
54
org/index.php/Smitskömm). Þessi samsettu orð í ÍTM eru byggð upp á sama
hátt og samsvarandi orð í íslensku. Þetta er þó alls ekki algilt og til eru orð sem
eru samsett í ÍTM en ekki íslensku eða öfugt. Þannig er tómatur (https://
is.signwiki.org/index.php/Tómatur) í ÍTM samsett úr orðunum rauður +
ber og hrafn/krummi (https://is.signwiki.org/index.php/Krummi) er sett
saman úr svartur + fugl.
Málnotkun
Öll tungumál eru notuð á sama hátt, það er til að gefa skipanir, setja fram
óskir, spyrja spurninga, segja sögur, rökræða, spjalla um daginn og veginn,
framkvæma athafnir og svo framvegis. Þessi fjölbreytni í málnotkun endur-
speglast í kenningum sem settar hafa verið fram um talgjörðir (e. speech acts)
í tungumálum og þær eiga jafnt við um raddmál og táknmál. Talgjörðir
skiptast í fimm meginflokka, staðhæfingar (e. assertives), bindingar (e. com-
missives), stýringar (e. directives), tjáningar (e. expressives) og yfirlýsingar (e.
declarations), og þessir flokkar skiptast í ýmsa undirflokka. allir meginflokk-
arnir fimm koma fyrir í táknmálum og reyndar er ekki vitað um neinn kerfis-
bundinn mun á talgjörðum í táknmálum og raddmálum.21
Samskipti fólks á öllum tungumálum byggjast á samvinnulögmálum sem
eru kennd við breska heimspekinginn Herbert Paul Grice (1913–1988).22
Þessi lögmál snúast í meginatriðum um það að þátttakendur í samtali eiga
að halda sig við efnið, segja það sem er satt og skiptir máli í samtalinu og
tjá sig þannig að það valdi ekki misskilningi. Málnotendur gera almennt ráð
fyrir því að þessi lögmál séu virt í samtölum og það auðveldar þeim að túlka
það sem sagt er. Tjáskipti í táknmálum lúta þessum lögmálum ekkert síður
en samtöl í raddmálum.23
Rannsóknir hafa líka sýnt að táknmál og raddmál eru alveg jafnhentug
sem tjáningartæki. Það tekur til dæmis álíka langan tíma að tjá tiltekna stað-
hæfingu, hvort sem það er á raddmáli eða táknmáli þótt það taki næstum
21 Josep Quer, Carlo Cecchetto, Caterina Donati, Carlo Geraci, Meltem Kelepir,
Roland Pfau og Markus Steinbach, SignGram Blueprint. A Guide to Sign Language
Grammar Writing, Berlin: De Gruyter Mouton, 2017, bls. 692–700.
22 Sjá Herbert Paul Grice, „Logic and Conversation“, Syntax and Semantics 3. Speech
Acts, ritstjórar Peter Cole og Jerry L. Morgan, new York: academic Press, 1975,
bls. 41–58.
23 anne Baker og Beppie van den Bogaerde, „Communicative Interaction“, Sign Lang-
uage. An International Handbook, ritstjórar Roland Pfau, Markus Steinbach og Bencie
Woll, Berlin: De Gruyter Mouton, 2012, bls. 489–512.