Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 56
TáKnMáL OG RaDDMáL
55
því tvöfalt lengri tíma að mynda tákn en orð.24 Þetta helgast meðal annars
af því að táknmál hafa lítið af merkingarsnauðum hlutverksorðum, til dæmis
samtengingum og forsetningum, og því eru setningar á táknmáli yfirleitt
mun styttri en samsvarandi setningar á raddmáli.25 Þetta má sjá í eftirfarandi
dæmum þar sem ensk setning er þýdd yfir á amerískt táknmál (aSL):26
(2a) It is illegal to drive on the left of the road
(2b) ólöglegur keyra vinstra-megin (aSL)
Þótt aSL virðist talsvert einfaldara hér en enska fer því fjarri að táknmál
séu almennt einfaldari mál en raddmál því ýmis flókin málfræðiatriði koma
fyrir í táknmálum en ekki raddmálum. Hér má sem dæmi nefna áttbeygingu
sagna sem nánar er fjallað um síðar í þessari grein. auk þess sýna rannsóknir
að máltaka táknmála tekur um það bil jafnlangan tíma og máltaka raddmála.
Ef táknmál væru einfaldari og þar með auðlærðari en raddmál ætti sá munur
að koma fram í hraðari máltöku táknmála.
Máltaka
Rannsóknir sýna að máltaka barna þróast á mjög svipaðan hátt í táknmálum
og raddmálum og tekur álíka langan tíma.27 Þetta er reyndar nákvæmlega
það sem við er að búast ef máltakan fylgir ákveðinni forskrift sem er líf-
fræðilega skilyrt eins og hin þekkta kenning um meðfædda málkunnáttu
(e. the innateness hypothesis) felur í sér. Samkvæmt þessari kenningu fæðast
börn með ákveðnar væntingar um málfræði móðurmálsins, hvort sem það er
táknmál eða raddmál, til dæmis það að reglur setningafræðinnar byggjast á
formgerð en ekki orðatalningu.
Máltökunni má skipta í nokkur stig og þau virðast vera þau sömu í öllum
tungumálum. Með hverju stigi færast börnin nær því að ná valdi á máli hinna
fullorðnu en þó getur verið misjafnt hversu hratt einstök börn fara í gegnum
24 Ursula Bellugi og Susan Fischer, „a Comparison of Sign Language and Spoken
Language“, Cognition 1: 2-3/1972, bls. 173–200.
25 Sjá til dæmis anne Baker, Beppie van den Bogaerde, Roland Pfau og Trude Scher-
mer, ritstjórar, The Linguistics of Sign Languages. An Introduction, amsterdam/Phila-
delphia: John Benjamins Publishing Company, 2016, bls. 104–113.
26 Ursula Bellugi og Susan Fischer, „a Comparison of Sign Language and Spoken
Language“, bls. 186.
27 Elissa L. newport og Richard P. Meier, „The acquisition of american Sign Lang-
uage“, The Crosslinguistic Study of Language Acquisition, Vol. 1: The Data, ritstjóri
Dan I. Slobin, Hillsdale, nJ: Lawrence Erlbaum associates, 1985, bls. 881–938.