Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 60
TáKnMáL OG RaDDMáL
59
(e. allophones) af sama fóneminu (e. phoneme), það er tvær aðgreindar birt-
ingarmyndir sömu óhlutstæðu einingarinnar, svo notuð séu þekkt hugtök úr
hljóðkerfisfræði.
Raddað og óraddað /m/ í íslensku eru líka tveir allófónar af sama /m/-
morfeminu enda skiptir munurinn á þessum hljóðum ekki máli fyrir merk-
inguna. Það eru með öðrum orðum engin orðapör í íslensku þar sem eini
munurinn er raddað vs. óraddað /m/ en slík pör nefnast lágmarkspör (e.
minimal pairs). Raddað og óraddað /m/ eru því í fyllidreifingu (e. comple-
mentary distribution), það er þau koma aldrei fyrir í sama umhverfi. Þannig
er /m/ óraddað á undan /p, t, k/ (sbr. lampi, heimta og rýmka) en annars er
/m/ raddað (sbr. moli, gramsa, rúm, lemja, hamra og svo framvegis).39 Í svo-
nefndum röddunarframburði, sem er einkum þekktur á norðurlandi, er þó
borið fram raddað /m/ á undan lokhljóðunum /p, t, k/.
Þá hafa verið færð rök fyrir því að táknmál hafi atkvæði sem grundvallar-
einingu ekkert síður en raddmál. Samkvæmt þessari hugmynd er hreyfing
kjarni (e. nucleus) hvers atkvæðis í táknmálum, en ekki staðsetning eða hand-
form, og gegnir því sama hlutverki og sérhljóð í raddmálum.40 Rökin fyrir
þessu byggjast á ýmiss konar samsvörunum milli hreyfingar og sérhljóða,
t.d. því að orð í raddmálum þurfa yfirleitt að innihalda að minnsta kosti eitt
sérhljóð og þar með eitt atkvæði og tákn í raddmálum þurfa að innihalda
hreyfingu.41 Seinna skilyrðið kemur skýrast fram þegar hreyfingu er bætt
39 Með upptalningunni /p, t, k/ er átt við lokhljóð sem eru fráblásin í baklægri gerð
þótt fráblásturinn hverfi við afröddun undanfarandi hljóðs, sbr. orð eins og lampi.
Fyllidreifingin á því við um baklæga gerð en ekki yfirborðsgerð.
40 Scott Liddell, „THInK and BELIEVE. Sequentiality in american Sign Lang-
uage“, Language 60, 1984, bls. 372–392.
41 Diane Brentari, „Sign Language Phonology“, The Handbook of Phonological Theory,
ritstjórar John Goldsmith, Jason Riggle og alan C. L. Yu, Chichester, UK: Black-
well Publishing, 2011, bls. 691–721, hér bls. 695–697.
Mynd 5 takk Bhf Mynd 6 takk Bbhf