Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 68
TáKnMáL OG RaDDMáL
67
virðist reyndar almennt vera frjálsari í táknmálum en raddmálum; þannig
eru alls kyns raðir mögulegar í ÍTM sem ganga alls ekki í íslensku, til dæmis
andlag á undan aðalsögn eins og í (7b) hér fyrir neðan. Eins og sjá má í (7a)
getur aðalsögnin líka komið á undan andlagi og það er reyndar algengari
röð í ÍTM: 65
(7a) strákur borða ostur (sögn + andlag)
‘Strákur borðar ost’
(7b) strákur ostur borða (andlag + sögn)
‘Strákur borðar ost’
Flest táknmál virðast hafa tiltekna grunnorðaröð, það er orðaröð sem er
algengari og hlutlausari en aðrar raðir; til dæmis er grunnorðaröðin í ÍTM
greinilega FSa (frumlag - sögn - andlag), eins og í (7a) hér að ofan.66 Þó er
rétt að hafa í huga að raddmál eru mjög ólík innbyrðis hvað varðar orðaröð
því sum mál, eins og til dæmis enska, hafa tiltölulega fasta orðaröð en önnur,
eins og til dæmis rússneska, hafa mjög frjálsa orðaröð.
Eitt mikilvægasta einkenni setningafræðinnar er endurkvæmni (e. rec-
ursion), það er sá möguleiki að hafa setningalið sem hluta af sams konar
setningalið.67 Dæmi um þetta er nafnliður sem er hluti af stærri nafnlið, til
dæmis eignarfallseinkunnin Jóns í nafnliðnum gagnrýni Jóns. annað dæmi er
setning sem er hluti af annarri setningu, það er aukasetning. Í táknmálum
er reyndar oft enginn formlegur munur á hliðskipuðum setningum og auka-
setningum vegna þess hve tengingar eru lítið notaðar en þó hafa fræðimenn
fært rök fyrir því að táknmál hafi aukasetningar og þar með endurkvæmni.68
Þetta sést meðal annars á því að hægt er að beita kjarnafærslu út úr fall-
setningu í aSL en það er ekki hægt út úr hliðskipaðri setningu.69 Seinni
staðreyndin er í samræmi við þekkt lögmál sem heitir hliðskipunarhamlan
(e. Coordinate Structure Constraint).70 Þennan mun á aukasetningum og hlið-
65 Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir o.fl., „Málfræði íslenska táknmálsins“, bls. 32.
66 Sama rit, bls. 31–33.
67 Það er reyndar ekki óumdeilt að endurkvæmni komi fyrir í öllum tungumálum
heims en við látum það liggja milli hluta hér.
68 Carol a. Padden, Interaction of Morphology and Syntax in American Sign Language.
Outstanding Dissertations in Linguistics, new York: Garland, 1988, bls. 76–77.
69 Þótt tengingu vanti er hægt að þekkja fallsetningar á því að þær standa með tilteknum
umsögnum, til dæmis sögnum eins og halda, vita og segja, og líkjast andlögum.
70 John Robert Ross, Constraints on Variables in Syntax, doktorsritgerð, MIT, 1967.