Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 71
JóHannES GÍSLI JónSSOn
70
finningu sem ljóðið á að vekja í huga lesandans.76 Gott dæmi um þetta má
finna í eftirfarandi línum í ljóðinu Hvarf séra Odds frá Miklabæ eftir Einar
Benediktsson þar sem s-hljóðin eru allsráðandi og eiga að líkja eftir vind-
inum og jafnframt kalla fram óhugnað hjá lesandanum:77
(9) Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
niðurstaðan er því sú að þótt endurspeglun sé mun algengari í táknmálum
en raddmálum er hér ekki um grundvallarmun að ræða. Það virðist frekar
sem öll tungumál hafi tilhneigingu til endurspeglunar en tækifæri til endur-
speglunar séu einfaldlega margfalt fleiri í táknmálum.78
Áttbeygðar sagnir
Eitt af því sem einkennir táknmál en á sér enga samsvörun í raddmálum
er þrískipting sagna í venjulegar sagnir (e. plain verbs), áttbeygðar sagnir
(e. agreement/indicating verbs) og próformasagnir (e. classifier/spatial verbs).
Hér verður fjallað um áttbeygðar sagnir þar sem þær eru gott dæmi um
miðlunaráhrif í táknmálum þótt fræðimenn séu reyndar langt frá því að
vera sammála um fræðilega greiningu á þessum flokki sagna.79 athugið að
lýsingin hér að neðan tekur mið af ÍTM en það skiptir þó ekki öllu máli þar
sem áttbeygðar sagnir eru mjög líkar frá einu táknmáli til annars.80
76 Sjá Cynthia Whissell, „Sound Symbolism in Shakespeare’s Sonnets. Evidence of
Dramatic Tension in the Interplay of Harsh and Gentle Sounds“, English Language
and Literature Studies 7: 4/2017, bls. 1–10; Þórður Helgason, „Ljóðahljóð. Um mátt
hljóms og hljóða í íslenskri ljóðlist“, Són 13, 2015, bls. 37–108.
77 óskar Helgason, Bragur og ljóðstíll, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1977,
bls. 32.
78 Scott Liddell, „Modality Effects and Conflicting agendas“, The Study of Signed
Languages. Essays in Honor of William C. Stokoe, ritstjórar David F. armstrong, Mic-
hael a. Karchmer og John Vickrey Van Cleve, Washington, DC: Gallaudet Univer-
sity Press, 2002, bls. 53–81, hér bls. 65–67.
79 Sjá til dæmis Roland Pfau, Martin Salzmann og Markus Steinbach, „The Syntax of
Sign Language agreement. Common Ingredients, but Unusual Recipe“, Glossa, 3,
2018, bls. 1–46; adam Schembri, Jordan Fenlon og Kearsy Cormier, „Indicating
Verbs as Typologically Unique Constructions: Reconsidering Verb ‘agreement’ in
Sign Languages“, Glossa 94: 1/2018, bls. 84–118.
80 Um ÍTM, sjá Kristínu Lenu Þorvaldsdóttur, „Sagnir í íslenska táknmálinu: formleg