Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 74
TáKnMáL OG RaDDMáL
73
verður að vera frá hólfi frumlagsins. Þetta er greinilegt dæmi um miðlunar-
áhrif því frumlagssamræmi er ekki mögulegt nema upphafsmyndunarstaður
táknsins sé í táknrýminu.
Fornöfn
Miðlunaráhrif koma líka fram í fornöfnum.84 Þannig eru fornöfn sjaldnast
tvíræð í táknmálum þar sem hólfin fyrir hvert vísimið í táknrýminu eiga að
sýna ótvírætt hvern við er átt. Í raddmálum getur hins vegar hæglega komið
fram tvíræðni, til dæmis í eftirfarandi setningu þar sem fornafnið hún getur
bæði vísað til Maríu og Siggu:85
(10) María sagði Siggu að hún væri mjög kærulaus
Tvíræðnin í (10) helgast af því að fornafnið hún vísar til kvenkynsorða í
íslensku en ekki tiltekinna einstaklinga og hér eru nefndar tvær konur sem
fornafnið gæti vísað til. Samsvarandi setning í táknmáli gæti ekki verið tví-
ræð þar sem táknari yrði að vísa annaðhvort í hólfið fyrir Siggu eða Maríu
til að tjá persónufornafnið.
annað sem skilur á milli fornafna í táknmálum og raddmálum er að það
virðast vera óendanlega mörg hólf fyrir vísimið í 2. og 3. persónu og því er
ekki hægt að telja upp fornöfn í 2. og 3. persónu í táknmálum. Í raddmálum
er þetta hins vegar einfalt mál; til dæmis er íslenska með eftirfarandi per-
sónufornöfn í 2. og 3. persónu: þú (2.p.et.), hann, hún og það (3.p.et.), þið
(2.p.ft.) og þeir, þær og þau (3.p.ft.). Þetta er skýrt dæmi um miðlunaráhrif
því táknrýmið er þrívítt og hefur engin skýr ytri mörk og þess vegna er mjög
erfitt að takmarka fjölda vísimiða í táknrýminu.86
Lokaorð
Í þessari grein hefur verið fjallað um fjölmörg atriði sem táknmál og radd-
mál eiga sameiginleg og sýna að táknmál og raddmál byggjast á sams konar
grunni þótt þeim sé miðlað á mjög ólíkan hátt. Þessi atriði tengjast mál-
kerfinu sjálfu, þar á meðal kerfi merkingarlausra eininga (hljóðkerfinu), en
einnig málnotkun og máltöku. Í þessum sameiginlega grunni felst líka að
84 Diane Lillo-Martin, „Where are all the Modality Effects?“, bls. 241–262.
85 Ef samhengið leyfir getur fornafnið reyndar líka vísað til konu sem áður hefur verið
nefnd.
86 Diane Lillo-Martin, „Where are all the Modality Effects?“, bls. 245.