Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 89
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
88
mála þurfa að taka til eru annars vegar sérstakar aðstæður í máltöku og hins
vegar viðhorf því hugmyndafræði fólks um táknmál byggir oft á vanþekk-
ingu sem leiðir til neikvæðra viðhorfa með afdrifaríkum afleiðingum fyrir
stöðu málsins og málumhverfi táknmálsbarna. Í næsta kafla verður fjallað
um táknmálssamfélagið á Íslandi og málstefnu ÍTM í víðari og þrengri
merkingu þess orðs.
Málstefna íslensks táknmáls
Málsamfélag ÍTM telur eingöngu um 2-300 málhafa, það er þá sem líta á
ÍTM sem sitt fyrsta mál. Þó eru töluvert fleiri sem tilheyra þessu málsam-
félagi eða áætlað um 1000-1500 manns ef með eru taldir allir þeir sem tala
málið, sem fyrsta eða annað mál, að jafnaði.62 ÍTM er minnihlutamál, það
eina hefðbundna á Íslandi.63 Það er ekki eingöngu skilgreint sem minni-
hlutamál út frá fjölda málhafa eða því að það er talað af minnihluta í sam-
félaginu heldur skiptir hér félagsleg staða málsins einnig máli, hvort það er
jaðarsett og hversu vel er stutt við það fjárhagslega.64
Fram að aldamótum 19. og 20. aldar hafði táknmál eða fingramál verið
notað í kennslu. Á fyrri hluta 20. aldar fóru áhrif fyrrgreindrar Mílanóráð-
stefnu að gera vart við sig hér á landi og árið 1944 var notkun táknmáls
bönnuð í kennslu heyrnarlausra á Íslandi.65 Upp úr 1980 var banninu aflétt,
breyting varð á menntastefnu á þann hátt að notkun tákna eða ÍTM var
leyfð í kennslu. Árið 1990 voru samþykkt lög á Alþingi um Samskiptamið-
stöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þar sem tilgreint var að hlutverk stofn -
unarinnar væri að rannsaka og kenna ÍTM auk þess að sinna táknmálstúlk-
un.66 Kennsla í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands hófst
62 Kristín Lena Þorvaldsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir, „Icelandic Sign Language“,
Sign Languages of the World, ritstjórar Julie Bakken Jepsen, Goedele De Clerk, Sam
Lutalo King og William B. McGregor, Preston: De Gruyter Mouton, 2015, bls.
409–429, hér bls. 409–410.
63 Valgerður Stefánsdóttir, Ari Páll Kristinsson og Júlía G. Hreinsdóttir, „The Legal
Recognition of Icelandic Sign Language. Meeting Deaf People’s Expectations?“,
The Legal Recognition of Sign Languages. Advocacy and Outcomes around the World, rit-
stjórar Maartje De Meulder, Joseph J. Murray og Rachel L. Mckee, Bristol: Multi-
lingual Matters, 2019, bls. 238–253, hér bls. 239.
64 Julia Sallabank, „Diversity and language policy for endangered languages“, bls. 102.
65 Reynir Berg Þorvaldsson, Saga heyrnarlausra á Íslandi, Reykjavík: Félag heyrnar-
lausra, 2010; Valgerður Stefánsdóttir, „Við bjuggum það til sjálf. Um uppruna og
þróun íslensks táknmáls“, Ritið 3/2022, bls. 5–46.
66 „Lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra nr. 129“, Alþingi 31. des-