Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 91
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
90
lagt að halda táknmáli frá börnunum.72 Ísland er þar engin undantekning,
sem dæmi má nefna að ÍTM er kennt sem annað mál á háskólastigi en ekki
sem fyrsta mál. Vonir stóðu til þess að tækifærum táknmálsbarna myndi
fjölga árið 2011 þegar réttur þeirra til að læra ÍTM var bundinn í lög.73 En
dulin málstefna í íslensku samfélagi hefur orðið lagabókstafnum yfirsterkari
og þversögnin ríkir enn.
ÍTM er mál í útrýmingarhættu þegar staða þess er borin saman við við-
mið Ethnologue og UnESCO fyrir mál í útrýmingarhættu.74 Fjöldi þeirra
sem nota ÍTM til daglegrar tjáningar og samskipta hefur haldist nokkuð
óbreyttur undanfarna áratugi, meðal annars vegna aðflutts táknmálsfólks
sem hefur tileinkað sér ÍTM. Hins vegar hefur táknmálsbörnum sem læra
ÍTM á máltökualdri fækkað, þrátt fyrir að réttindi þeirra hafi verið fest í
lög árið 2011. Í skýrslu Málnefndar um íslenskt táknmál frá árinu 2015 eru
tilteknar nokkrar skýringar á þessu, meðal annars að minni samgangur sé á
milli kynslóða nú en áður og þrengt hafi verulega að málumhverfi táknmáls-
barna með lokun Vesturhlíðarskóla.75 Þá segir í grein Valgerðar Stefánsdótt-
ur, Ara Páls Kristinssonar og Júlíu G. Hreinsdóttur frá árinu 2019 að málið
sé ekki nógu sýnilegt í helstu umdæmum barnanna, svo sem í leik- og grunn-
skólum, og að ÍTM gegni ekki stöðu móðurmáls í stundaskrám barnanna
þrátt fyrir að ÍTM eigi að hafa þá stöðu skv. Aðalnámskrá.76 Rúmum áratug
72 Sjá t.d. Maartje de Meulder, „So why do you sign?“.
73 Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Í einhverjum til-
vikum hefur starfsfólk heilbrigðisstofnana sem hefur læknisfræðilega sýn á heyrnar-
leysi, ráðið forráðamönnum frá því að veita táknmálsbarni lögbundið aðgengi að
ÍTM.
74 Sjá Ethnologue, Languages of the World, sótt 28. október 2022 af https://www.eth-
nologue.com/about/language-status; UnESCO Ad Hoc Expert Group on Endan-
gered Languages, „Language Vitality and Endangerment“, sótt 28. október 2022 af
https://unesdoc.unesco.org/ark:/48223/pf0000183699. Árið 2014 sendu höfundar
upplýsingar um ÍTM til ritstjóra Ethnologue til birtingar. Þar komust höfundar að
því að ÍTM væri í flokki 6b, flokkur mála sem er ógnað (e. threatened). Án vitneskju
höfunda hefur ÍTM nú verið fært í flokk 6a, flokk mála sem hafa sterka stöðu (e.
vigorous). Þessari breytingu eru höfundar verulega ósammála, enda hefur ekkert í
umhverfi ÍTM breyst til hins betra á síðustu 8 árum.
75 Valgerður Stefánsdóttir o.fl. „Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál um stöðu
þess 7. júní 2015“, bls. 6–8 og Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls
nr. 61/2011.
76 Valgerður Stefánsdóttir, Ari Páll Kristinsson og Júlía G. Hreinsdóttir, „The Legal
Recognition of Icelandic Sign Language. Meeting Deaf People’s Expectations?“,
hér bls. 241; „Aðalnámskrá grunnskóla“, Mennta- og menningarmálaráðuneyti, án árs,
sótt 16. nóvember 2022 af https://adalnamskra.is/adalnamskra-grunnskola.