Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 93
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
92
Félag heyrnarlausra stóð fyrir vitundarvakningu um útrýmingarhættu
ÍTM árið 2017 og voru meðal annars gerðir viðtalsþættir þar sem áhersla
var lögð á ábyrgð málhafanna sjálfra óháð lagaumgjörðinni sem málinu er
búin.82 Eins og fyrr segir hófst svo vinna við gerð málstefnu árið 2020 og
henni skilað til ráðherra á vormánuðum 2021. Að 11 árum liðnum frá setn-
ingu laga nr. 61/2011, 5 árum frá vitundarvakningu Félags heyrnarlausra og
rúmu ári frá gerð Málstefnu fyrir íslenskt táknmál (MÍTM) er staða ÍTM
enn óbreytt. Málstefna samfélagsins er ÍTM í óhag, hún vinnur gegn lífvæn-
leika málsins og málumhverfi táknmálsbarna.
Í næsta kafla verður fjallað um MÍTM, Tillögu til þingsályktunar um
málstefnu íslensks táknmáls auk aðgerðaáætlunar og hvort hún stuðli að því
að búa til það málumhverfi sem táknmálsbörn þurfa til að þróa mál sitt og
geti þar með haft áhrif á lífvænleika málsins og komið í veg fyrir útrýmingu
þess.
Þingsályktunartillaga um málstefnu ÍTM (MÍTM)
Þegar móta á málstefnu táknmála þarf annars vegar að líta til þeirrar stefnu
sem viðhöfð hefur verið í samfélagi meirihlutans og byggir oftar en ekki á
hugmyndafræði þar sem efast er um að táknmál séu náttúruleg mál og hefur
þau áhrif að veikja stöðu táknmála og málhafanna.83 Hins vegar þarf að líta
á vilja, hugmyndir og réttindi málhafanna sjálfra en þessir tveir þættir fara
sjaldnast saman. Málstefna er bæði sýnileg og dulin og mikið af þeirri hug-
myndafræði sem hinn heyrandi meirihluti aðhyllist er hin dulda málstefna
sem ríkt hefur í garð ÍTM. Við gerð málstefnu fyrir ÍTM er því mikilvægt
að varpa ljósi á hina duldu málstefnu og vinda ofan af þessari hugmynda-
fræði. Einnig þarf að tryggja þátttöku málhafa í málstefnugerðinni og að-
komu táknmálssamfélagsins.
Þó málstefna ÍTM hafi ekki verið rituð fyrr en árið 2021 hefur málstýring
ÍTM átt sér stað. Í grein frá árinu 2014 fjallar Kristín Lena Þorvaldsdóttir
um hlutverk málnefndar um ÍTM og málstýringu út frá flokkun Reagan.84
fjöltyngi í skólastarfi“, Stjórnarráð Íslands, 2021, sótt 2. nóvember 2022 af https://
www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/11/23/Breytingar-a-adal-
namskra-grunnskola-Islenska-sem-annad-mal-menningarfaerni-og-fjoltyngi-i-
skolastarfi/.
82 „Fréttir vikunnar, þættir 36-39 2017“, Félag heyrnarlausra, sótt 2. nóvember af
https://www.deaf.is/utgafa/frettir-vikunnar/2017/.
83 Joseph C. Hill, „Language attitudes in Deaf communities“, bls. 147–148.
84 Kristín Lena Þorvaldsdóttir, „Málstýring íslenska táknmálsins. Um hlutverk Mál-