Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 97

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 97
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR 96 kynningarefni séu á ÍTM.102 Sá sýnileiki sem með þessum aðgerðum fæst getur hjálpað til við að ÍTM öðlist betri sess í samfélaginu, sé sýnilegra og njóti meiri virðingar. Í aðgerðaáætlun er einnig mikil áhersla á upplýsinga- gjöf og fræðslu, bæði til forráðamanna103 táknmálsbarna og táknmálsfólks en einnig til sérfræðinga í nærþjónustu við börn og samfélagsins í heild.104 Með fræðslu má ætla að auka megi vitund um málið í samfélaginu öllu því útbreiðsla þekkingar er öflugt tól í baráttunni gegn ranghugmyndum og for- dómum og þar með neikvæðum viðhorfum. Einnig gæti aukin vitund unnið gegn þeirri skoðun að táknmál eigi að færa nær formgerð nágrannaradd- mála eða að þau séu óþörf og að eðlilegt þyki að svipta börn rétti sínum til að læra þau. Því er sú aðgerð að fræðsla um ÍTM og sögu og menningu þess verði hluti af námsefni grunnskólabarna105 ekki síður mikilvæg fyrir málið og málsamfélagið allt en að fræða þá sem eiga rétt á að læra ÍTM samkvæmt lögum.106 Sú staðreynd að langstærsti hluti forráðamanna táknmálsbarna kann ekki táknmál þegar börnin fæðast, gerir það að verkum að foreldrum er ætlað stórt verkefni. Þá skiptir miklu máli að þeir hafi bæði aðgengi að málanámi og réttmætum upplýsingum. Því er brýn ástæða fyrir því að auka þurfi upp- lýsingagjöf til forráðamanna bæði með faglegri ráðgjöf og fræðslu því aðeins þannig geta þeir tileinkað sér ÍTM nógu snemma á máltökuskeiði barnsins og tileinkað sér jákvæð viðhorf til ÍTM sem er fyrsta mál táknmálsbarnsins eða annað tveggja (eða fleiri) mála þess. Þá geta viðhorf forráðamanna til ÍTM skipt sköpum fyrir möguleika táknmálsbarna til að njóta lögbundinna réttinda sinna til þess að tileinka sér ÍTM. Forráðamenn táknmálsbarna geta einnig verið táknmálsfólk og fræðsla til þeirra skiptir einnig máli þar sem, í ljósi menntunarsögu táknmálsfólks, þekking á máluppeldi og máltöku tákn- mála hefur ekki verið mikil. Í aðgerðaáætlun er sú krafa sett á Félag heyrnarlausra, Málnefnd um ÍTM, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Háskóla Ís- lands að standa fyrir viðburðum þar sem náttúrulegt málumhverfi er í for- grunni.107 Tilgangurinn með þessum viðburðum getur verið tvíþættur, að fólki gefist tækifæri á að tala málið sitt og beita á ýmsum notkunarsviðum 102 A1. 103 Í MÍTM er talað um foreldra en verið er að vísa til forráðamanna barnanna. 104 A2, A3, A5. 105 A5. 106 A2, A3. Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. 107 A4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.