Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 98

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 98
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS 97 en einnig má líta á þessa viðburði sem leið til að skapa og viðhalda menn- ingu málsamfélagsins. Á slíkum viðburðum, sem geta verið ólíks eðlis, hefur fólk af öllum kynslóðum tækifæri til að hittast. Þar læra yngri málhafar af þeim eldri og einnig öfugt. Fólk lærir samskiptavenjur, skiptist á sögum og bröndurum, lærir nýja frasa og ný tákn sem leiða af sér nýjar hugmyndir og hugsun. Með því að skiptast á upplýsingum er þekkingu miðlað og ný þekk- ing sköpuð. Fyrir börn eða þá sem eru nýir í samfélaginu eru slíkir viðburðir mikilvægir fyrir mótun sjálfsmyndar108 og þarna gefst hverjum og einum tækifæri til að spegla sig í náunganum. Aðstandendur fá tækifæri til að eiga í samskiptum á ÍTM og upplifa menningu málsamfélagsins. Allt eru þetta þættir sem eru mikilvægur partur af menningu málsamfélagsins og leggur málstefnan því sitt lóð á vogarskál miðlunar og varðveislu menningar ÍTM. Málnefnd um ÍTM ásamt fyrrnefndum stofnunum og félögum er einnig ætlað að fylgjast með því að jákvæð viðhorf séu tryggð, til dæmis í námsefnisgerð.109 Segja má að orðavalið sé óheppilegt þar sem ómögu- legt er að tryggja jákvæð viðhorf. Á þetta er bent í einni af umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda og lagt til að frekar sé talað um að „huga að sjónarmiði um mikilvægi jákvæðra viðhorfa til ÍTM“.110 Undir þetta má taka en hins vegar má ætla að markmiðið með aðgerðinni hafi verið að stuðla að jákvæðum viðhorfum, til dæmis með fræðslu, að þeir sem stýri vinnu við táknmálsefni geri það á forsendum ÍTM en ekki ís- lensku og að horft sé á táknmálssamfélagið sem menningarkima en ekki út frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Töluverð krafa er sett á RÚV að gera meðal annars barnaefni, frétta- efni og sögulegt efni aðgengilegt á ÍTM.111 Miðlun þessa efnis á ÍTM er til þess gerð að jafna stöðu döff og annars táknmálsfólks annars vegar og heyrandi fólks hins vegar hvað varðar upplýsingagjöf og fræðsluefni. Þessar aðgerðir taka hins vegar ekki til menningar- eða fræðsluefnis um ÍTM eða það sem er (frum)samið eða skapað á ÍTM. Í aðgerðaáætlun er tilgreint að RÚV beri að setja sér áætlun um efni á ÍTM í samráði við Málnefnd um ÍTM112 en ekki er nánar kveðið á um kröfur um inni- 108 Sbr. Julia Sallabank, „Diversity and language policy for endangered languages“, bls. 117. 109 A5, A6. 110 Sjá umsögn frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sótt 11. júlí 2022 á https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3203. 111 A8. 112 A8.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.