Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 99

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 99
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR 98 hald efnisins utan þess sem áður var nefnt. Segja má að þær aðgerðir sem settar hafa verið á herðar RÚV á næstu þremur árum auki sýnileika málsins verulega. Hins vegar er ljóst að engar aðgerðir snúa að menn- ingarefni sem á sér uppruna í táknmálssamfélaginu og er forgangsröðun aðgerða ekki í takt við málstefnufræði táknmála. Aðgerðirnar miða að því að endurspegla menningararf íslenskunnar í gegnum þýðingar en ekki menningararf ÍTM með frumsömdu efni úr menningarsamfélaginu. Margar aðgerðir í aðgerðaáætluninni varða þó menningu ÍTM, birtingu og varðveislu hennar. Í umsögn sem barst í samráðsgátt stjórnvalda er bent á það hvernig heyrandi menning umlykur táknmálsbörn í samfélag- inu og eykur hættu á því að viðhorf þeirra til ÍTM verði neikvæð.113 Mál og menning eru samofin fyrirbæri. Menning er forsenda þess að málið lifi og málið er forsenda þess að miðla menningu málsamfélagsins sem henni tilheyrir. Með lagasetningunni árið 2011 gerði táknmálsfólk sér vænting- ar um það að ÍTM yrði hluti af menningararfi Íslands og hlyti virðingu íslensks samfélags.114 Í MÍTM segir að menningarleg verðmæti þjóða felist í tungumálum þeirra og að menningarverðmæti ÍTM fyrir íslenskt samfélag séu ótvíræð. Þá er einnig fjallað um mikilvægi miðlunar og að- gengi samfélagsins að þeim menningarverðmætum sem felast í ÍTM.115 Hins vegar er sjónum aðallega beint að þeim menningarverðmætum sem felast í málinu sjálfu og málsögu þess og ekki fjallað sérstaklega um þau menningarverðmæti sem felast í innihaldi þess sem efnis sem varðveitt er eða mikilvægi þess að safna sérstaklega menningartengdu efni. Allar þær aðgerðir sem teflt er fram í aðgerðaáætlun fyrir viðhorf eru til- raun til að stýra viðhorfum í jákvæðari átt, með fræðslu um ÍTM og auknum sýnileika málsins. Allar miða þær að því að skapa grundvöll jafnra tækifæra, ekki síst fyrir börn, og auka lífvænleika ÍTM. Máltaka Önnur meginstoðin í MÍTM er sú viðamesta af meginstoðunum fimm og er það í samræmi við það sem fram kemur hjá Quadros að málstefnur tákn- mála þurfi að fela í sér sérstaka kafla um máltöku vegna þess hve sérstök 113 Sjá umsögn Valgerðar Stefánsdóttur, sótt 11. júlí 2022 á https://samradsgatt.island. is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3203. 114 Valgerður Stefánsdóttir, Ari Páll Kristinsson og Júlía G. Hreinsdóttir, „The Legal Recognition of Icelandic Sign Language. Meeting Deaf People’s Expectations?“, bls. 250. 115 Bls. 5–6.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.