Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 132
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
131
því fram að illska sé samlíðunarrof.7 Vandinn við samlíðan að mati Blooms
er sú að hún dregur athygli okkar að ákveðnu fólki hér og nú og oft er það
fólk sem stendur okkur nálægt. Okkur þykir vænna um fólk sem við sýnum
samlíðan og við getum ekki sýnt öllum samlíðan. Þannig verðum við hlut-
dræg í dómum okkar sem getur haft slæmar afleiðingar, gert okkur ónæm
fyrir langtímáhrifum gjörða okkar og blindað okkur fyrir sársauka þeirra
sem við finnum ekki til samlíðunar með. Samlíðan sé þannig alltaf hlutdræg
og ýti undir þröngsýni og rasisma. Hún sé í eðli sínu skammsýn og hvetji
okkur til þess að bregðast við vandamálum með skammtímalausnum sem
taki einstaklinginn fram yfir hópinn og hafi tragískar afleiðingar til langtíma.
Hún geti orsakað ofbeldi vegna þess að samlíðan okkar með þeim sem standi
okkur nálægt geti á sama tíma búið til öfluga ástæðu fyrir því að heyja stríð
eða fremja grimmdarverk gagnvart öðrum sem eru utan hópsins. Þá er hún
eyðandi í persónulegum samböndum því hún gerir okkur örmagna og getur
minnkað getu okkar til að sýna ást og gæsku. Bloom segir að við getum ekki
lifað í heimi án samlíðunar eða án reiði, smánunar eða haturs. Það sé heldur
ekki eftirsóknarvert að lifa í slíkum heimi en við verðum að skapa menningu
þar sem þessum kenndum er komið fyrir á viðeigandi stað.8
Þessar hugmyndir eru í sjálfu sér ekki nýjar af nálinni eins og Susan Lan-
zoni rekur í Empathy, yfirlitsriti sínu um sögu samlíðunarhugtaksins, en hún
ræðir meðal annars töluvert um hugmyndir e. e. Southard (1876–1920) í
tengslum við geðfélagsfræði (e. psycho-sociology).9 Southard trúði því að sam-
líðan væri vefur sambanda þar sem kæmu saman alls kyns heimspekileg hug-
tök. Samlíðan mætti skoða í tengslum við andatrú, aleindar hugleiðingar
Leibniz (e. monad), kenningar um galdra, náttúrutilbeiðslu, skurðgoðadýrk-
7 Simon Baron Cohen segir í bók sinni The Science of Evil. On Empathy and the Origins
of Cruelty, að hann hafi áhuga á því að skipta út hugmyndinni „illska“ fyrir hug-
takið „samlíðunarrof“. Samlíðunarrof geti myndast vegna eyðandi tilfinninga, líkt
og biturrar gremju, langana til að hefna sín, haturs sem blindar eða þrá til að vernda.
Sjá The Science of Evil, New York: Basic Books, 2011, bls. 7.
8 Paul Bloom, Against Empathy. The Case for Rational Compassion, London: Vintage,
2016, bls. 9.
9 Southard var taugageðlæknir og prófessor sem rannsakaði yfir 500 hundruð heila í
kringum 1912 á geðsjúkrahúsi í Boston. 1918 skrifaði hann um samlíðan og benti á
að hún væri leið til þess að máta sig við viðföng eða annað fólk. Hann lagði áherslu á
hreyfimyndina og færði rök fyrir því að slíkar ímyndir gerðu fólki kleift að að átta sig
á sér sjálfum í öðrum manneskjum, kynþáttum, jafnvel dýrum eða lífvana hlutum. Sjá
Susan Lanzoni, Empathy, New Haven/London: Yale University Press, 2018, bls. 103
og 104. Sjá einnig e.e. Southard, „The empathic Index in the Diagnosis of mental
Diseases“, The Journal of Abnormal Psychology 13: 4/1918, bls. 199–214, hér bls. 201.