Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 134
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
133
væri fyrir bandarísku þjóðinni og heiminum öllum og sú skýring gefin fyrir
hegðun Trumps að hann skorti samlíðan. Á þeim nótum ræðir rithöfundur-
inn og aðgerðarsinninn Dave eggers um „hryllinginn“ í innflytjendastefnu
Trumps og hversu mikilvægt það sé að minna börn á gildi lýðræðins. Það sé
gert með því að finna fyrir samlíðan með þeim sem þjást. Aðgerðir Trumps
geri það að verkum að við upplifum nú „fordæmislausar árásir ríkisins á
samlíðan“.13
eggers trúir því bersýnilega að lykillinn að því að treysta lýðræðisvitund-
ina sé að efla samlíðan. Kokkurinn José Anders sem gaf tíu þúsund fórnar-
lömbum fellibylsins Florence í Norður Karólínu máltíðir árið 2018, var á
sama hátt spurður að því hvað honum fyndist um Trump og hann svararði:
„Ég held að 51 prósent af því sem skapi leiðtoga sé samlíðan. Og ég held
við þurfum öll að aðstoða hann við að öðlast samlíðan vegna þess að það er
hluti af hæfileikanum sem mótar leiðtoga.“ Blaðamaðurinn tekur undir þetta
sjónarmið og segir Anders hafa rétt fyrir sér. „Samlíðan ætti að vera verkefni
númer eitt í kennslufræði Hvíta hússins.“14
Þá var töluvert rætt um samlíðunarskort þáverandi forsetaframbjóð-
andans þegar hann brást við ræðu Bandaríkjamannanna Khizr og Ghalaza
Khan, sem eru af pakistönskum ættum, en hjónin öðluðust frægð þegar þau
gagnrýndu Trump á flokksþingi demókrata sumarið 2016. efni ræðu þeirra
snerist um það loforð forsetaefnisins að standa fyrir hertum aðgerðum í inn-
flytjendamálum sem átti sérstaklega að beina að múslimum en sonur Khan-
hjónanna, sem hafði verið yfirmaður í bandaríska hernum, féll í stríðinu í
Írak árið 2004. Blaðamaðurinn Lea Grover lýsti hegðun Trumps svo að hún
einkenndist af algjörum samlíðunarskorti: „Hann getur ekki fundið til með
neinni manneskju“. Í svörum sínum við gagnrýninni hafi Trump sannað að
það vantaði í hann alla mennsku. Trump nýtti sér það hvernig Khizr hafði
orðið í ræðunni á meðan Ghalaza stóð þögul við hlið eiginmanns síns, því
13 Ryan Bort, „A Conversation With Dave eggers About Trump and the American
empathy Void“, Rolling Stone, 21. september 2018, sótt 22. júlí 2022 af https://www.
rollingstone.com/politics/politics-features/dave-eggers-trump-720729/: „We are
experiencing an unprecedented national attack on empathy.“
14 Chris Jones, „Can a chef teach President Trump empathy?“, Chicago Tribune, 21.
september, 2018, sótt 22. júlí 2022 af https://www.chicagotribune.com/entertain-
ment/theater/ct-ent-andres-power-of-arts-empathy-0923-story.html/: „I think 51
percent of a leader is empathy. And I think we all need to help him to gain some
empathy because that’s part of leadership […] empathy should be job one in the
White House pedagogy department.“