Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 136
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
135
knýr fólk áfram, veitir einstaklingum gleði eða vekur upp sársauka hlýtur að
teljast mjög mikilvægt hjálpartæki í alls kyns störfum, og nefnir Paul Bloom
sérstaklega sem dæmi starfsemi dómstóla, alls kyns umönnunarstörf og per-
sónuleg samskipti.
Þó má ekki gleyma því að einnig er hægt að misnota jákvæða eiginleika
eins og vitsmunalega samlíðan og hún getur verið varasöm leið til þess að
gera góðverk. eins og Bloom bendir á er sá mannkostur að kunna að lesa á
réttan hátt í þrár og hvatir annarra einnig sú geta sem farsæll siðblindingi
(síkópati) hrósar sér af, því að hægt sé að nýta sér skilning á áhrifum sam-
líðunar til þess að arðræna eða vinna grimmdarverk.19 Ýmsar hættur felist
í því þegar skilningur á hugarfari annarra sé skilinn frá öflugu siðferðis-
skyni. Svindlarar, tælarar, pyntarar og kúgarar hafa allir oft og tíðum mikla
og djúpa vitsmunalega samlíðan. Þeir eru leiknir í því að skilja hvað knýr
fólk áfram. Það er einmitt þess vegna sem þeim gengur vel í að ná tökum á
einstaklingunum í umhverfi sínu, skynja veikleikana í persónuleika þeirra og
leggja fólk í einelti. Og manneskjur sem eru með litla félagslega færni og/
eða myndu skora lágt í vitsmunalegri samlíðan eru oftar en ekki fórnarlömb
kúgarans. Í röngum höndum getur vitsmunaleg samlíðan á þennan hátt haft
í för sér ofbeldi.20
Heather D. Battaly er á svipuðum slóðum í greininni „Is empathy a
Virtue?“ Þar veltir hún því fyrir sér hvort samlíðan sé eiginleiki sem geri
okkur siðferðilega dyggðug. Hún kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu
að samlíðan sé ekki dyggð í sjálfu sér.21 Þegar samlíðan felist í því að deila
með öðrum þá finni manneskjan einvörðungu til samlíðunar þegar viðfangið
búi við svipað hugarástand og hún. Samlíðan sé ferli sem skapi sameigin-
legt hugarástand, um sé að ræða hugræn ítök, trú eða þekkingu á hugar-
ástandi hins.22 Hún vitnar í William Ickes sem segir að hægt sé að nota „hár-
nákvæma samlíðan“ jafn mikið til þess að skaða og til að hjálpa. Hún geti
verið jafn eðlislæg sadisma pyntarans og óeigingirni hjúkrunarfræðingsins.
mikilvægt sé einnig að hafa í huga að við getum ruglað samlíðan saman við
siðferðilegar dyggðir á borð við góðvild og vitsmunalegar dyggðir á borð við
hleypidómaleysi.23
19 Paul Bloom, Against Empathy. The Case for Rational Compassion, bls. 3.
20 Sama heimild, bls. 36–37.
21 Heather D. Battaly, „Is empathy A Virtue?“, Empathy. Philosophical and Psychologi-
cal Perspective, ritstjórar Amy Coplan og Peter Goldie, Oxford: Oxford University
Press, 2011, bls. 277–301, hér bls. 278.
22 Sama heimild, bls. 282 og 285.
23 Sama heimild, bls. 287.