Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 139

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 139
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR 138 erni dýra, áréttar af þessum sökum í bók sinni Mama‘s Last Hug að það skipti máli að muna að ekki sé hægt að slíta samlíðan í sundur frá grimmd. Þetta megi glögglega sjá hjá manninum sem tegund sem sé bæði góðgjarnasta og illgjarnasta dýrið á jörðinni. Í þessu felist engin mótsögn vegna þess að „væntumþykja og grimmd eru tvær hliðar á sama peningi“.29 Stjórnmálastíll Trumps hefur leitt til þess að sumir segja hann vera sam- líðunarmeistara sem er áhugavert ef höfð er í huga umfjöllunin hér að ofan, þar sem vandamálið við fyrrverandi forsetann er talið vera samlíðunarskort- ur. The Guardian birti grein um þetta sem heitir: „What if Trump is actually a master of emphathy?“ eftir prófessor í sálfræði, Richard A. Friedman.30 Freidman spyr hvort að það geti verið að Trump skorti samúð en mjög margir rugli saman samúð og samlíðan.31 Trump hafi mikla samlíðunargetu en hann finni ekki til meðaumkunar með fólki sem líði illa. Friedman segir að þeim stjórnmálamönnum farnist gjarnan betur sem sýni mjög mikla sam- líðan. Aðeins þannig finni stuðningsmenn þeirra að á þá sé hlustað. Þetta sé ein af skýringunum fyrir hollustu stuðningsmanna Trumps sem séu margir hverjir „atvinnulausir, reiðir og stressaðir“. Hann leggi áherslu á hræðslu og ógn sem sé miklu öflugri stýringarleið heldur en að setja fram staðreyndir. Hann missi aldrei af tækifæri til þess að minna fylgismenn sína á svokallaða óvini, hvort sem það séu múslimar, eða frjálslyndir fjölmiðlar og dregur fram ógn þeirra. Um leið og hann eykur á hræðslu flokksmanna sinna verði holl- usta þeirra við hann að sama skapi meiri.32 Í þessu samhengi má minna á að Trump virðist vera sér fyllilega meðvit- aður um nauðsyn þess að beita samlíðan í samskiptum við fólk. Á fundi með kennurum og foreldrum sem misstu ástvini eða lifðu af skotárásir í banda- rískum skólum tók hann með sér minnispunkta á blaði sem áttu að minna hann á mikilvægi þess að tengjast viðmælendum sínum tilfinningalega. Fyrsti punkturinn hljóðaði svo: „Hvað viltu helst að ég viti um reynslu þína?“ Á þeim næsta stóð: „Hvað getum við gert til þess að auka á öryggistilfinningu þína?“ Og á þeim fimmta stóð einfaldlega: „Ég heyri það sem þú segir“.33 29 Frans De Waal, Mama’s Last Hug. Animal Emotions and What They Tell Us about Our- selves, New York/London: W.W. Norton&Company, 2019, bls. 109. 30 Sjá Richard A. Friedman, „What if Trump is Actually a master of emphathy?“, The Guardian, 28. nóvember, 2018, sótt 23. júlí 2022 af https://www.theguardian.com/ commentisfree/2017/sep/30/what-if-trump-is-actually-a-master-of-empathy/. 31 Um muninn á samúð og samlíðan sjá grein Bergljótar Kristjánsdóttur og Guðrúnar Steinþórsdóttur, „„Samkennd er … stundum kölluð samlíðun.“ Um þýðingar á ýmsum erlendum fræðiorðum“, sjá sérstaklega bls. 92–98. 32 Richard A. Friedman, „What if Trump is Actually a master of emphathy?“ 33 Sjá til dæmis martin Belan, „„I hear you“ – Trump uses cue cards to remind him
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.