Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 141
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
140
„Losum okkur við PC“. Samlíðunargjáin, tótemtrú og leiðtogar
mikið er rætt um að pólitískur klofningur hafi aukist á undanförnum árum
og að í Bandaríkjunum sé hann orðinn svo djúpstæður að það sé engu líkara
en að tvær ólíkar þjóðir búi í landinu.35 Trump notfærir sér þennan klofning
og aðkoma hans að stjórnmálum hefur án efa dýpkað hann. Það gerir for-
setinn fyrrverandi meðal annars með því að höfða til tilfinningalífs kjósenda
sinna, með öðrum orðum notar hann samlíðan til að hreyfa við þeim til-
finningalega. Hugfræðingurinn heimsþekkti George Lakoff telur að þetta
sé einkenni leiðtoga sem eru hægra megin í stjórnmálum. Þeir standi nær
kjósendum sínum en þeir sem séu til vinstri, hlusti betur á þá og drekki ekki
umræðunni í tölfræði, staðreyndum eða pólitík sem sé óaðgengileg.36
Arlie Russell Hochschild, sem var prófessor í félagsfræði við Berkeley-
háskóla, skrifaði bókina Strangers in Their Own Land eftir að hafa búið í
Louisiana í fimm ár og rannsakað hvers vegna aðeins 14% af hvítum kjós-
endum þaðan úr sveitinni kusu Barack Obama árið 2008. Hún hafði ágætis
skilning á vinstri sinnuðum framfarasinnum (e. liberals) og aðhyllist skoðanir
þeirra en skildi ekki hvað var að gerast á hægri enda stjórnmálanna. Henni
lék forvitni á að vita hvernig hægri sinnaðir einstaklingar upplifðu líf sitt og
tilveru og vildi fræðast um tilfinningar þeirra, tilfinningarnar sem koma á
undan stjórnmálunum.37
„Segja má að ég hafi komið til Louisiana með áhuga á múrum. ekki sýni-
legum, áþreifanlegum múrum líkt og þessum sem greina í sundur kaþólikka
og mótmælendur í Belfast, Bandaríkjamenn frá mexíkóbúum á landamærum
Texas eða líkt og forðum daga, íbúa Austur- og Vestur-Berlínar.“38 Hochsc-
35 Sjá til dæmis Levi Boxell, matthew Gentzkow og Jesse m. Shapiro, „Cross-Country
Trends in Affectice Polarization“, National Bureau of Economic Research, working pa-
per, 26669, jan. 2020/nóv. 2021, sótt 30. nóvember 2022 af https://www.nber.org/
papers/w26669. Um aukinn klofning í bandarísku samfélagi má til dæmis einnig lesa
á heimasíðu Brown-háskóla. Sjá Jill Kamball, „U.S. is polarizing faster than other
democracies, study finds“, Brown, 21. janúar 2020, sótt 24. júlí 2022 af https://www.
brown.edu/news/2020-01-21/polarization/.
36 George Lakoff heldur því fram að repúblikanar séu miklu leiknari en demókratar
í því að virkja tilfinningar væntanlegra kjósenda sinna með öflugu myndmáli sem
styðji við gildismat samtímans. Sjá til dæmis bækur hans Don’t Think ofan Elephant!
Know Your Values and Frame the Debate, Chelsea Green Publishing, White River
Junction, VT, 2004; og The Political Mind. A Cognitive Scientist‘s Guide to Your Brain
and its Politics, New York og London, Penguin Books, 2008.
37 Arlie Russell Hochschild, Strangers in Their Own Land, New York/London: The
New Press, 2016, bls. ix.
38 Sama heimild, bls. 5.