Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 142
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“ 141 hild segist hafa áhuga á samlíðunarmúrum en þeir séu það sem hindri djúpan skilning okkar á öðru fólki. Þeir geri það að verkum að okkur sé sama um þá sem eru ólíkir okkur, þá sem hafa önnur viðhorf eða búa við aðrar aðstæður en við þekkjum. Við leitumst eftir því að staðfesta það sem við vitum, það sem við berum þegar kennsl á. Við þurfum því að komast yfir samlíðun- armúrinn til að læra að sjá raunveruleikann með augum þeirra sem tilheyra okkur ekki: „til þess að skilja tengslin á milli lífs, tilfinninga og stjórnmála.“39 Klofningurinn eða gjáin á milli hópanna hefur að mati Hochschild orðið til vegna þess að þeir sem eru til hægri hafa smám saman færst lengra til hægri, en ekki vegna þess að þeir sem eru til vinstri hafi færst lengra til vinstri. Á þetta sérstaklega við um hvíta Bandaríkjamenn sem búa í Suðurríkjunum.40 Þeir sem eru til vinstri og þeir sem eru til hægri virðast jafnframt tilheyra ólíkum svæðum þjóðarinnar, næstum eins og þeir séu af mismunandi þjóð- ernum og hafi tekið upp svo ólík sjónarmið að það minni á stríð á milli landa.41 Blaðamaður á The Washington Post hafði áhuga á þessari svokölluðu sam- líðunargjá og ræddi við Hochschild um efnið en einnig um þá kjósendur sem hún rannsakaði en margir af þeim urðu síðar stuðningsmenn Trumps. Hochschild segir í viðtalinu að vinstri og hægri hópar geri enga tilraun til þess að skilja hvor annan, sérstaklega þeir sem séu harðastir í afstöðu sinni. en án skilnings er engin samlíðan og án samlíðunar enginn sameiginlegur þekkingargrunnur (e. common grounds).42 Hochschild telur augljóslega að aukin samlíðan sé lausnin út úr vand- anum og að fordómar vinstra fólks á þeim sem séu til hægri skapi risastór vandamál. Lausnin sé einfaldlega sú að fólk sýni hvert öðru meiri samlíðan. en getur verið að samlíðan sé frekar vandamálið en útgönguleiðin? Og að hvor hópurinn fyrir sig dæmi hinn vegna þess að hann sé undir áhrifum af þeim tilfinningum sem hópsamlíðanin mótar innra með honum? Hochschild lýsir því þakklæti sem Suðurríkjabúarnir sýndu henni fyrir að gefa sér tíma til að tala við þá en þeir töldu sig vera stimplaða sem fólk með „kynþátta- og hinseginfordóma, sem aðhyllist kynjamismun og sé feitt.“43 39 Sama heimild, bls. 5. 40 Sama heimild, bls. 7, 12 og 207. 41 Sama heimild, bls. 149. 42 Colby Itkowitz, „What is this election missing? empathy for Trump Voters“, The Washington Post, 2. nóvember 2016, sótt 2. maí 2022 af https://www.washingtonpost. com/news/inspired-life/wp/2016/11/02/what-is-this-election-missing-empathy- for-trump-voters/. 43 Sama heimild.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.