Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 142
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
141
hild segist hafa áhuga á samlíðunarmúrum en þeir séu það sem hindri djúpan
skilning okkar á öðru fólki. Þeir geri það að verkum að okkur sé sama um þá
sem eru ólíkir okkur, þá sem hafa önnur viðhorf eða búa við aðrar aðstæður
en við þekkjum. Við leitumst eftir því að staðfesta það sem við vitum, það
sem við berum þegar kennsl á. Við þurfum því að komast yfir samlíðun-
armúrinn til að læra að sjá raunveruleikann með augum þeirra sem tilheyra
okkur ekki: „til þess að skilja tengslin á milli lífs, tilfinninga og stjórnmála.“39
Klofningurinn eða gjáin á milli hópanna hefur að mati Hochschild orðið til
vegna þess að þeir sem eru til hægri hafa smám saman færst lengra til hægri,
en ekki vegna þess að þeir sem eru til vinstri hafi færst lengra til vinstri. Á
þetta sérstaklega við um hvíta Bandaríkjamenn sem búa í Suðurríkjunum.40
Þeir sem eru til vinstri og þeir sem eru til hægri virðast jafnframt tilheyra
ólíkum svæðum þjóðarinnar, næstum eins og þeir séu af mismunandi þjóð-
ernum og hafi tekið upp svo ólík sjónarmið að það minni á stríð á milli
landa.41
Blaðamaður á The Washington Post hafði áhuga á þessari svokölluðu sam-
líðunargjá og ræddi við Hochschild um efnið en einnig um þá kjósendur
sem hún rannsakaði en margir af þeim urðu síðar stuðningsmenn Trumps.
Hochschild segir í viðtalinu að vinstri og hægri hópar geri enga tilraun til
þess að skilja hvor annan, sérstaklega þeir sem séu harðastir í afstöðu sinni.
en án skilnings er engin samlíðan og án samlíðunar enginn sameiginlegur
þekkingargrunnur (e. common grounds).42
Hochschild telur augljóslega að aukin samlíðan sé lausnin út úr vand-
anum og að fordómar vinstra fólks á þeim sem séu til hægri skapi risastór
vandamál. Lausnin sé einfaldlega sú að fólk sýni hvert öðru meiri samlíðan.
en getur verið að samlíðan sé frekar vandamálið en útgönguleiðin? Og að
hvor hópurinn fyrir sig dæmi hinn vegna þess að hann sé undir áhrifum af
þeim tilfinningum sem hópsamlíðanin mótar innra með honum?
Hochschild lýsir því þakklæti sem Suðurríkjabúarnir sýndu henni fyrir að
gefa sér tíma til að tala við þá en þeir töldu sig vera stimplaða sem fólk með
„kynþátta- og hinseginfordóma, sem aðhyllist kynjamismun og sé feitt.“43
39 Sama heimild, bls. 5.
40 Sama heimild, bls. 7, 12 og 207.
41 Sama heimild, bls. 149.
42 Colby Itkowitz, „What is this election missing? empathy for Trump Voters“, The
Washington Post, 2. nóvember 2016, sótt 2. maí 2022 af https://www.washingtonpost.
com/news/inspired-life/wp/2016/11/02/what-is-this-election-missing-empathy-
for-trump-voters/.
43 Sama heimild.