Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 143

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 143
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR 142 Hochschild segir að þessi hópur upplifi sig sem minnihlutahóp, að frjálslynt fólk dæmdi þá sem menningarsnauða sveitalubba (e. redneck). einn veiði- félagi hennar sagði: „Ég held að leiðtogarnir okkar séu að reyna að skilja okkur í sundur. ef við bara hittumst myndum við skilja að við eigum miklu meira sameiginlegt en við höldum.“44 Greining Hochschild dregur fram fordómana sem fátækir einstakling- ar hægra megin í stjórnmálum lýsa í sinn garð. Þeir finna hvernig litið er niður á þá og upplifa djúpstæða andúð frá pólitískum andstæðingum sínum. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvort leiðtogar á borð við Trump notfæri sér slíka upplifun til að laða fram reiði, tilfinningu fyrir smánun, skömm sem sameinar hópinn og geri honum um leið kleift að endurheimta tilgangsríka einingu. Á sama tíma verða þeir til, hinir sem er stillt upp sem andstæðunni og eru hinum megin í pólitík. Hochschild ræðir hvernig Trump hafi verið frambjóðandi sem notar til- finningar til þess að ná til fólks. Hann einblíni á að laða fram tilfinningaleg viðbrögð hjá aðdáendum sínum og lofi þá fyrir þau, fremur en að einblína á nákvæmar stjórnmálalegar lýsingar. Ræður hans einkennist af „drottnunar- hyggju, mannalátum eða upphrópunum (e. bravado), einfaldleika (e. clarity), þjóðarstolti og sjálfsupphafningu“ og þær laði fram tilfinningasvörun.45 Trump leggur sjálfur áherslur á þessa eiginleika sína, þeir séu merki um vel- gengni hans og gáfur. Hochschild bendir í því samhengi á hvernig hann hæðist að keppinautum sínum fyrir „getuleysi til að skapa áhuga“ og fyrir að „hafa enga orku“. Trump hvetji fólk til dáða sem hafi lengi fundið fyrir skammartilfinningu og veki með því von, gleði og stolt. Þessum einstakling- um finnist ekki lengur eins og þeir séu ókunnugir í sínu eigin landi.46 Hochschild vitnar í franska félagsfræðinginn Émile Durkheim sem gerir glaðværð heildarinnar (e. collective effervescence) að umfjöllunarefni, en það á við um þann tilfinningalega æsing sem einstaklingar upplifa sem sjá sig sem hluta af siðferðilegum eða líffræðilegum hópi.47 Durkheim segir í bók sinni 44 Sama heimild. 45 Arlie Russell Hochschild, Strangers in Their Own Land, bls. 225. 46 Sama heimild, bls. 225. 47 Þessi geta leiðtogans til þess að vekja upp með fylgjendum sínum glaðværð heildar- innar tengist hugmyndinni um náðarvald (e. charisma). Þýski félagsfræðingurinn max Weber hefur haft gríðarleg áhrif á það hvernig við hugsum um náðarvald. Hann skilgreinir hugtakið sem ákveðna eiginleika persónunnar sem fela í sér að hún sé öðruvísi en hinn venjulegi maður og virðist gædd yfirnáttúrulegum, einstökum eiginleikum og valdi. Weber segir að slíkir einstaklingar sem séu þekktastir innan hins trúarlega samhengis hafi einnig gjarnan verið stríðshetjur til forna eða ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.