Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 147
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
146
huga,58 umhverfismálin og ýmsar grunnstoðir samfélagsins.59 Það skipti
miklu máli að herfileg hegðun leiðtoga á borð við Trump verði ekki að „ill-
kynja normi“ (e. malignant normality).60 Geðlæknirinn Robert Jay Lifton sem
hefur meðal annars rannsakað störf þeirra lækna sem unnu í þágu nasista
tekur undir þessa skoðun, en hann ræðir illkynja norm í inngangi sínum að
fyrstu prentun bókarinnar The Dangerous Case of Donald Trump. Í „Our Wit-
ness to malignant Normality“ segir hann að samfélög innleiði ákveðin við-
horf, hugsunarhátt og hegðun sem séu talin vera ákjósanleg eða „venjuleg“ en
að þessi viðhorf geti verið undir miklum áhrifum af pólítískum og hernaðar-
legum straumum tiltekins tímabils. Slík skilyrði séu stundum mikilvæg og til-
tölulega jákvæð en þau geti einnig verið eyðandi og haft í för með sér illsku.61
Greining Sachs, Post og Liftons dregur glögglega fram hætturnar sem
þjóðum og heiminum öllum stafar af slíkum leiðtogum og mikilsvert er að
hafa í huga hvernig þessir einstaklingar beita sálfræðilegum vopnum til þess
að öðlast fylgjendur. Þessir stuðningsmenn líta á sig sem valdalausan jaðar-
hóp og eru móttækilegir fyrir áróðri, ekki síst vegna þess að vinstri menn
hafa hundsað þá, tala ekki við þá eða taka ekki mark á þeim, og líta almennt
niður á þá. Þá er samlíðaninni ekki síst beitt til dæmis til þess að stýra, egna,
mynda hópa, stressa og hræða. Hópar eru gjarnir á að móta sitt eigið tungu-
mál, búa sér til sinn eiginn heim og sitt eigið siðferðiskerfi. Töluvert hefur
verið rannsakað hvernig siðferði þróast sem leið til þess að einstaklingarnir
58 Hér má benda á að Trump var með ýmis leynileg gögn í mar-A-Lago setri sínu í
Flórída sem aldrei áttu að rata þangað. Starfsmenn alríkislögreglu Bandaríkjanna
fengu leitarheimild í ágúst 2022 og fjarlægðu þaðan pappíra sem höfðu hlotið ein-
hverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda: „Alls voru tuttugu
kassar fjarlægðir frá mar-A-Lago í Flórída eftir að húsleitin var framkvæmd. Fjöl-
miðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að meðal gagnanna hafi verið upplýsingar
um kjarnorkuvopn Bandaríkjanna.“ Sjá Samúel Karl ólason, „Leitarheimildin
byggði á grun á brot á njósnalögum“, Visir, 13. ágúst 2022, sótt 21. ágúst 2022 af
https://www.visir.is/g/20222297275d.
59 meirihluti Bandaríkjamanna séu til dæmis mótfallnir ýmsum tilraunum hans,
eins og að rífa niður „Obamacare“, innleiða skattaafslátt handa hinum ríku, draga
Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og íranska kjarnorkusáttmálanum, stuðla
að auknu aðgengi að byssum, aðskilja börn og foreldra á landamærunum og margt
margt fleira. (Sjá Jeffrey D. Sachs, „Foreword To the Second edition. The Dire
Warning of mental Health experts“, The Dangerous Case of Donald Trump , loc. 11).
60 Jeffrey D. Sachs, „Foreword to the second edition. The Dire Warning of mental
Health experts“, The Dangerous Case of Donald Trump. 35 Psychiatrists and Mental
Health Experts Assess a President, loc. 12.
61 Robert Jay Lifton, „Foreword to the First edition. Our Witness to malignant
Normality“, The Dangerous Case of Donald Trump, loc. 29.