Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 149
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
148
tilheyri fyrst og fremst stærri einingu, eins og fjölskyldu, teymi, her, fyrir-
tæki, hjörð eða þjóð. Þessar stóru einingar séu meira en fólkið innan þeirra,
þær séu raunverulegar, þær skipti máli og okkur beri að vernda þær. Fólk sé
skuldbundið til þess að gegna ákveðnu hlutverki innan þessara eininga og
mörg samfélög þrói því með sér siðferðileg hugtök eins og skyldur, stigveldi,
virðingu, orðstír og föðurlandsást.65
Samkvæmt Haidt eru eftirfarandi fimm þættir grundvöllurinn að siðferði
okkar.
1. Væntumþykja/skaðsemi: Andstæðan er þróuð út frá því að hugsa um
varnarlaus börn. Slíkar kenndir gera okkur viðkvæm fyrir þjáningu og
valda því að við fyrirlítum grimmdarverk og viljum vernda þá sem þjást.
2. Sanngirni/svindl: mótast af viðbrögðum okkar við því að taka við
umbun vegna framlag okkars því við viljum ekki vera arðrænd. Af
þessum sökum hundsum við þá sem svindla og viljum refsa þeim.
3. Hollusta/svik: Snýst um það að móta og viðhalda samböndum eða
bandalögum. Við lærum að treysta og viljum verðlauna fólk sem er
í okkar liði og viljum meiða, útskúfa og jafnvel myrða þá sem svíkja
okkur eða hópinn okkar.
4. Yfirráð/undirgefni: Tengist því hvernig við mótum sambönd sem
nýtast okkur innan félagslegs stigveldis. Við lærum að skilja stig-
skipun og þjóðfélagsstöður og gerum kröfu um að fólk hegði sér í
samræmi við stöðu sína.
5. Helgidómur/aftignun: Þetta andstæðukerfi þróast sem viðbrögð við
því að við erum alætur og búum í heimi þar sem eru örverur og
sníkjudýr. Þessi undirstaða er mótuð af því hvernig við hegðum okk-
ur í tengslum við ónæmiskerfi okkar. Við erum einnig móttækileg
fyrir táknrænum ógnum og heimfærum praktískar öryggisákvarðanir
yfir á gildismat okkar og um leið á ákveðin viðföng sem geta verið
jákvæð og neikvæð. Þetta er jafnframt mikilvægt til þess að binda
hópana saman.66
Jonathan Haidt telur að vinstri og hægri pólitík í Bandaríkjunum vinni á
mismunandi hátt með þessar fimm undirstöður. Það virðist vera þannig að
vinstra fólk styðjist mest við lið eitt og tvö: væntumþykju/skaðsemi og sann-
65 Sama heimild, loc. 144.
66 Sama heimild, loc. 213–214.