Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 152
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
151
að um misskilning væri að ræða, orð þeirra hefðu aldrei verið hugsuð sem
móðgun.72 Freyja segir:
Að biðjast afsökunar en reyna samtímis að hrútskýra, eftiráskýra og
hreinlega ljúga til um það sem átti sér stað er ekki afsökunarbeiðni.
Að líkja mér við dýr og uppnefna mig (og vegg) Freyju eyju í kjölfar
aðgengisbreytinga er augljóslega eins fötlunartengt og það getur
orðið. Að taka mig fyrir með þessum hætti vegna þess að pólitískar
skoðanir mínar, sem byggja á feminískum gildum, hugmyndafræði
mannréttinda og upprætingu ableisma, fara í taugarnar á sumum
körlum, eR fötlunarfyrirlitning og kvenfyrirlitning. Það er líka
hlutgerving. Ég er ekki bara eins og dýr heldur líka dauður veggur.
Það er til þúsund og ein leið til þess að tjá skoðanaágreining önnur
en að hæðast að líkama og útliti kvenna.73
Freyja ræddi einnig um reynslu sína af atburðinum á Facebook auk þess sem
hún skrifaði pistil um fötlunarfordóma fyrir Stundina. Innlegg hennar á
Facebook fékk nokkurn stuðning, eða um 13 hundruð viðbrögð, það er læk,
hjörtu og tárakarla. Auk þess fylgdu innlegginu 119 ummæli og því var deilt
478 sinnum sem gefur skýrt til kynna að fólki hafi ofboðið framkoma þing-
mannanna í þessu máli.
en getur verið að sú réttmæta gagnrýni sem beindist að þingmönnum
miðflokksins hafi að hluta verið mótuð af tilfinningalegri samlíðan, hug-
myndinni um að þar hafi einstaklingur verið smánaður sem deilir hags-
munatengslum, lífsskilningi og pólitískri afstöðu með þeim sem reiðast fyrir
hönd hans, í stað þess að snúast um almennar siðferðisreglur sem beri að
72 Sigmundur sagði, samkvæmt Freyju, að uppnefnið „Freyja eyja“ hefði verið tilvísun
í vegg sem var rifinn niður í skrifstofu miðflokksins og Sigmundur kallaði eyju.
Selshljóðin hafi líklega verið ískur í stóli sem var færður eða í hjóli sem bremsaði
fyrir utan bargluggann. Sjá Freyja Haraldsdóttir, „Karlar sem hringja í konur“,
Kjarninn, 2. desember 2018, sótt 28. júlí 2022 af https://kjarninn.is/skodun/2018-
12-02-karlar-sem-hringja-i-konur/.
73 Sama heimild. Um ableisma má lesa hjá emblu Guðmundsdóttur og Freyju Haralds-
dóttur, „Hvað er ableismi“, Tabú, 14. apríl 2021, sótt 28. júlí 2022 af https://www.tabu.
is/post/hva%C3%B0-er-ableismi/. Það er áhugavert að Freyja skuli segja afsökunar-
beiðina vera hrútskýringu og að pólitískar skoðanir hennar fari „í taugarnar á sumum
körlum“. Af upptökunum má heyra að það er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona
miðflokksins, sem segir „Freyja eyja“ en Anna Kolbrún var formaður Jafnréttissjóðs
á þessum tíma, frá 2016 til 2018, en ný stjórn tók við sjóðnum snemma vors 2019 þar
sem sú gamla taldi sig vanhæfa til þess að halda starfi sínu áfram.