Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 157
ALDA BJöRK VALDImARSDóTTIR
156
frjálslyndir framfarasinnar, það er einstaklingar sem láta sig varða félags-
legt réttlæti eða jöfnuð og eru á vinstri væng stjórnmálanna. Í hópnum eru
núverandi og fyrrverandi þingmenn, femínistar, háskólakennarar, mennta-
menn, vinstri sinnaðir rithöfundar og listamenn. Og jafnvel fólk sem hefur
tengsl við fötlunarfræði.
einnig ber að hafa í huga að tjáknin sem við notum á samskiptamiðl-
unum eru raunveruleg tjáning á tilfinningum, á afstöðu okkar og viðbrögð-
um. með þeim sýnum við samlíðan, meðaumkun, væntumþykju, reiði, sorg,
hlátur. Í athugasemdunum við myndina má fyrst og fremst sjá læk, en einn-
ig mörg undrunartjákn og marga hlæjandi hausa. ólíkt því sem gerðist í
Klaustursmálinu merkir hér enginn færsluna með tjákni sem dregur fram
smánunina eða niðurlæginguna sem felst í færslunni eða kvartar yfir því að
fatlaður einstaklingur í sjúkrarúmi sé settur í erótískt samhengi.
Þó má sjá einn reiðan í athugasemdum, Kristján Sigurð Kristjánsson. Og
Þórunn Júlíusdóttir Tóta segir: „ekki næs, enda kannski ekki meiningin.“
Höfundur færslunnar svarar: „ekki næs, jú, þetta er sko alveg næs.“ einn
einstaklingur kveikir á því að það sé sársauki í þessari mynd og sýnir hinni
fötluðu konu meðaumkun. Bubbi morthens segir: „Sorgin er of mikil í neðri
myndinni, í raun yfirþyrmandi“. Og Þórunn Júlíusdóttir Tóta svarar: „Sam-
mála“. Það eru því aðeins 3 einstaklingar á móti 104 sem bregðast við gjörn-
ingnum á Facebook með því að sýna Sunnu elviru samúð eða samlíðan.
en opinber smánun Sunnu elviru var ekki bundin við Facebook. Í lok árs
2018 valdi „Svarthöfði“ hjá DV þá sem stóðu sig best á árinu og skilgreindi
slys Sunnu elviru sem „Bílslys ársins“ með þessum orðum:
Sunna elvira komst í fréttirnar þegar greint var frá að hún hefði
fallið á milli hæða á heimili hennar á Spáni. Sunna hefur borið sig
vel og er alltaf jákvæð og býr nú á Íslandi. Fyrrverandi eiginmað-
ur hennar, Sigurður Kristinsson, var handtekinn fyrir að smygla
eiturlyfjum í skákvörum sem sendar voru til Íslands. Sunna elvira
hefur ítrekað sagt að Sigurður Kristinsson hafi ekki átt neinn þátt
í slysinu örlagaríka um kvöldið á heimili hennar. Það má vel vera
rétt, enda var skráð á spítalanum að Sunna elvira hefði slasast eftir
bílslys og það er auðvitað ótrúleg tilviljun að bílaleigubíllinn sem
Sunna og Sigurður voru með á leigu hafi aldrei fundist.83
83 „Svarthöfði verðlaunar þá sem stóðu sig best á árinu. Bílslys ársins“, DV, 28. des-
ember 2018, sótt 1. ágúst 2022 af https://www.dv.is/fokus/2018/12/28/svarthofdi-
verdlaunar-tha-sem-stodu-sig-best-arinu/.