Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 162
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
161
smærri og andstyggilega og dæmi þá á harkalegri hátt.93 Siðferðilegir dómar
tengjast því gjarnan kenndum eins og samúð (með fórnarlambi), skömm og
svívirðu.94
„Sálin velur sinn Vinskap / dregur sig því næst í Hlé“
Tilfinningarnar sem greina má í viðbrögðum langflestra lesendanna við Face-
book-innlegginu um Sunnu elviru og svo í afgreiðslu Svarthöfða minna um
margt á svokallaða þórðargleði eða skaðagleði (þ. Schadenfreude) sem merkir
í stuttu máli gleði yfir ógæfu annarra. Það er þessi gleðitilfinning sem vaknar
þegar einhver annar hefur orðið fyrir bakslagi, hörmungum, andstreymi eða
annarri ógæfu.95 Þórðargleði líkt og samlíðan er oft bundin hugmyndum
um réttlæti og færð hafa verið fyrir því rök að vellíðunartilfinningin sem þá
vaknar stafi af því að þá sé ógæfan verðskulduð. Heimspekingurinn John
Portmann heldur því til dæmis fram að það sé ekki þjáning annarra sem veiti
okkur gleði, heldur fremur að réttlætinu hafi verið fullnægt.96
Shensheng Wang og fleiri ræða þórðargleði, uppruna hennar, birtingar-
myndir og einkenni í grein sinni „Shadenfreude deconstructed and reconst-
ructed. A tripartite motivational model.“ meðal þeirra heimspekinga og
sálfræðinga sem hafa litið svo á að þórðargleði sé illkvittnisleg tilfinning
eða meinfýsni eru Aristóteles, Fritz Heider og Arthur Schopenhauer. Aðrir
hafa talið hana vera siðferðilega hlutlausa og jafnvel dyggðuga, til að mynda
Nietzsche og samtímaheimspekingar á borð við John Portmann. Sumir vilja
meina að þórðargleði sé háð því hversu alvarleg ógæfan sé og einnig hlut-
verki þess sem upplifir slíka gleði.97
Shensheng Wang o.fl. ræða þrjá skóla í félagslegri sálfræði í umfjöllun
sinni um þórðargleði. Í fyrsta lagi sé um að ræða hugmyndir sem lúti að því
að viðkomandi eigi skilið misfarir sínar og það hafi því að gera með rétt-
93 Paul Bloom, Just Babies. The Origins of Good and Evil, London: The Bodley Head,
2013, bls. 140.
94 Sama heimild, bls. 168.
95 Wilco W. van Dijk og Jaap W. Ouwerkerk, „Introduction to Schadenfreude“, Scha-
denfreude. Understanding Pleasure at the Misfortune of Others, ritstjórar Wilco W. van
Dijk og Jaap W. Ouwerkerk, Cambridge: Cambridge University Press, 2014, bls.
1–13, hér bls. 1.
96 Sama heimild, bls. 8.
97 Shensheng Wang, Scott O. Lilienfeld og Philippe Rochat, „Shadenfreude deconst-
ructed and reconstructed. A tripartite motivational model“, New Ideas in Psychology,
52, 2019, bls. 1–11, hér bls. 1. Sótt 30. nóvember 2022 af https://www.sciencedir-
ect.com/science/article/pii/S0732118X18301430.