Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 170
Sigurður Kristinsson
Háskóli í þágu lýðræðis
Inngangur1
Samkvæmt nýlegri greiningu á opinberum stefnuskjölum um háskóla á Ís-
landi eru hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk þeirra óljósar og ómótaðar auk
þess að falla í skuggann af þrástefinu um gæði og samkeppnishæfni.2 Þetta er
sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess að í 2. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 segir:
„Háskóli undirbýr nemendur til ábyrgrar þátttöku í lýðræðissamfélagi“. Op-
inber stefnumörkun háskólanna virðist því miður ekki taka lýðræðisákvæðið
nógu alvarlega þó að það hafi verið í háskólalögunum frá 2012.3
Það er á ábyrgð íslenskra háskóla að rannsaka, ígrunda og efla samband
sitt við lýðræði á Íslandi. Markmið þessarar greinar er að hvetja til og leggja
af mörkum til slíkrar ígrundunar með skipulegri greiningu á lýðræðislegu
gildi háskóla. Með þessu er ekki gefið í skyn að það eina sem veiti háskóla-
starfi gildi sé sá lýðræðislegi ávinningur sem af því hlýst. Í háskólum hefur
1 Grein þessi er hluti rannsóknarverkefnisins Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin grein-
ing á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi, sem styrkt var af Rannís (#
184684). Vinna við ritun greinarinnar naut einnig góðs af úthlutun rannsóknarmiss-
eris við Háskólann á Akureyri. Höfundur er þakklátur samstarfsfólki í rannsóknar-
hópnum fyrir góðar umræður og gagnlegar ábendingar; þar á Jón Torfi Jónasson
sérstakar þakkir skildar. Ritrýnum eru einnig færðar þakkir fyrir gagnlegar athuga-
semdir sem leiddu til betrumbóta.
2 Valgerður S. Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir, „Þrástef, þagnir
og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla“, Stjórnmál & stjórnsýsla 15:
2/2019, bls. 183–204, hér bls. 191-199.
3 Lög nr. 67/2012. Lög um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006 (sjálfstæði og
lýðræði í háskólum, réttindi fatlaðra nemenda). Svipaða ályktun má draga af grein-
ingu Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar, „Excellence, innovation, and academic freedom
in university policy in Iceland“, Stjórnmál & stjórnsýsla 9: 1/2013, bls. 79–99, hér bls.
94–95.
Ritið
3. tbl. 22. árg. 2022 (169-198)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.3.6
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).