Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 171
SIGuRðuR KRISTInSSOn
170
verið iðkaður lærdómur frá því löngu áður en lýðræðislegt þjóðskipulag
kom til sögunnar og gildi hans hefur meðal annars falist í því hvernig hann
hefur gagnast ólýðræðislegum samfélögum. Hér verður sjónarhornið hins
vegar þrengt og athyglinni beint sérstaklega að sambandi háskóla við lýð-
ræði. Með því að gera greinarmun á því sem kalla má notagildi, táknrænt
gildi, framlagsgildi og annars stigs innra gildi háskólastarfs frá sjónarhóli
lýðræðis kemur í ljós að margt af því sem stefnt er að í starfi háskóla hefur
lýðræðislegt gildi. um leið og þetta er ljóst skapast forsendur fyrir því að
velja gagngert að varðveita og ýta undir þessa þætti í stað þess að láta reka á
reiðanum og treysta því að íslenskt lýðræði spjari sig án þess að hlúð sé að
því sérstaklega í starfi og stefnumótun háskóla.
Háskólaumræða og ógnir við lýðræði
Á íslenskum vettvangi var fræðileg umræða um einkenni og hlutverk há-
skólastarfs lengi vel borin uppi af verkum Páls Skúlasonar, sem komu meðal
annars inn á þjóðfélagslegt mikilvægi háskólamenntunar og fræðastarfs.4
Þótt Páll notaði sjaldnast orðið ‚lýðræði‘ lagði hann áherslu á lýðræðis-
lega mikilvæga þætti háskólastarfs á borð við róttæka þjóðfélagsgagnrýni og
borgaramenntun. Hann óf þessa þræði löngu síðar inn í þá heildarsýn á mál-
efni háskóla sem fram kom í Háskólapælingum5 og naut þar góðs af reynslu
sinni af starfi rektors Háskóla Íslands 1997–2005 og síðan setu í háskólaráð-
um innanlands og utan. Í millitíðinni hafði efnahagshrunið 2008 ýtt af stað
nauðsynlegri umræðu um lýðræðislegt hlutverk háskóla6 og í kjölfarið voru
gerðar rannsóknir sem staðfestu útbreiddan áhuga háskólafólks á Íslandi á
4 Sjá til dæmis „Viðhorf til menntunar“, Pælingar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1987,
bls. 299–308; „Heimspekideild, háskólinn og þjóðfélagið“, sama rit, bls. 319–324;
„Menntun og stjórnmál“, sama rit, bls. 325–346; og „Forspjallsvísindi“, Pælingar II,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1989, bls. 139–148.
5 Páll Skúlason, Háskólapælingar. Um stefnu og stöðu háskóla í samtímanum, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2014.
6 Sjá Vilhjálmur Árnason, „Árvekni eða auðsveipni. Hlutverk hugvísindamanna í sam-
félagsumræðu“, Hugsmíðar: Um siðferði, stjórnmál og samfélag, Reykjavík: Háskólaút-
gáfan og Siðfræðistofnun, 2014, bls. 187–202; Irma Erlingsdóttir, „Af veikum mætti.
Ábyrgðar- og gagnrýnishlutverk háskóla“, Ritið 1/2011, bls. 11–24; Jón Ólafsson,
„Róttækur háskóli – tvíræður háskóli“, Ritið 1/2011, bls. 25–46; Jón Torfi Jónas-
son, „Háskólar og gagnrýnin þjóðfélagsumræða“, Ritið 1/2011, bls. 47–64; Sverrir
Jakobsson, „Háskólar. Valdastofnanir eða viðnámsafl?“ Ritið 1/2011, bls. 77–90;
Vilhjálmur Árnason, Salvör nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, Viðauki 1, Siðferði og
starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008, Rannsóknarnefnd Alþingis,
2010, kafli III.3 Háskólasamfélagið.