Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 172
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
171
að koma samfélaginu til góða með þátttöku í gagnrýninni þjóðfélagsum-
ræðu7 og einnig áhyggjur þess af hlutlægni rannsókna sem kostaðar eru af
einkaaðilum.8 Lýðræðisákvæðið kom inn í háskólalögin 2012 í tengslum við
áherslu stjórnvalda á lýðræði og mannréttindi á öllum skólastigum í kjölfar
hrunsins, en svo virðist sem því stefnumiði hafi verið ýtt til hliðar í kjöl-
far stjórnarskipta 2013 og aukinn þungi verið lagður á gæði og samkeppni
háskólastigsins.9 Ríkjandi hugmyndir í stefnumarkandi skjölum stjórnvalda
frá 2015 og 2016 ganga síðan beinlínis gegn lýðræðislegu hlutverki háskól-
anna.10 Því er löngu tímabært að lífga við umræðuna um lýðræðishlutverk
háskóla, meðal annars vegna þeirra ógna við lýðræði sem blasa við þegar
litið er til annarra landa.
Í alþjóðlegri umræðu hefur áhugi á borgaralegu og lýðræðislegu hlut-
verki háskóla farið vaxandi á undanförnum árum.11 Hugmyndir um „borg-
7 Trausti Þorsteinsson, Sigurður Kristinsson og Hjördís Sigursteinsdóttir, „Sam-
félagslegt hlutverk háskóla“, Stjórnmál og stjórnsýsla 8: 2/2012, bls. 281–302.
8 Sigurður Kristinsson, Hjalti Jóhannesson og Trausti Þorsteinsson, „Samfélagslegt
hlutverk háskóla. Kostun í íslenskum háskólum“, Stjórnmál og stjórnsýsla 10: 2/2014,
bls. 471–495.
9 Valgerður S. Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Guðrún Geirsdóttir, „Þrástef, þagnir
og mótsagnir“, bls. 192.
10 Sama rit, bls 196–198.
11 Sjá til dæmis Chris Brink, The Soul of the University. Why Excellence Is Not Enough.
Bristol: Bristol university Press, 2018; Sjur Bergan, Tony Gallagher og Ira Harka-
vy, Higher Education for Democratic Innovation (Vol. 21). Strasbourg: Council of Eu-
rope, 2016; Christopher Bertram, „Defending the Humanities in a Liberal Society“,
The Aims of Higher Education. Problems of Morality and Justice, ritstj. Harry Brighouse
og Michael McPherson, Chicago og London: university of Chicago Press, 2015,
bls. 26–51; Council of Europe, Reference Framework of Competences for Democrat-
ic Culture (RFCDC) – Guidance Document for Higher Education, Stasbourg: Council
of Europe, 2020; Ronald J. Daniels, What Universities Owe Democracy, Baltimore:
Johns Hopkins university Press, 2021; John Goddard, Ellen Hazelkorn, Louise
Kempton og Paul Vallance (ritstj.), The Civic University. The Policy and Leadership
Challenges, Cheltenham: Edward Elgar Publishing, 2016; John Goddard, Ellen Ha-
zelkorn, Louise Kempton og Paul Vallance, „Introduction: Why the Civic univer-
sity?“, The Civic University. The Policy and Leadership Challenges, ritstj. John God-
dard, Ellen Hazelkorn, Louise Kempton og Paul Vallance, Cheltenham: Edward
Elgar Publishing, 2016, bls. 3–15; John Goddard, Reinventing the Civic University,
London: nESTA, 2009; Rachel F. Moran, „City on a Hill. Democratic Promise of
Higher Education“, UC Irvine Law Review 7: 1 /2017, bls. 73–122; Martha C. nuss-
baum, Not for Profit. Why Democracy Needs the Humanities, Princeton og Oxford:
Princeton university Press, 2010; Morgan White, Towards a Political Theory of the
University – Public Reason, Democracy and Higher Education, London og new York:
Routledge, 2017.