Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 173
SIGuRðuR KRISTInSSOn
172
aralegan háskóla“ (e. civic university) hafa verið settar fram, rökræddar og
hrint í framkvæmd með ýmsum hætti. Slíkar hugmyndir eru mótvægi við
ofuráherslu stjórnvalda víða um heim á skjótfenginn efnahagslegan ávinning
af háskólastarfi og hugmyndir um háskólamenntun og þekkingu sem ein-
staklingsgæði.12 Þær eru líka andstæðar þeirri lífseigu hugmynd að megin-
verkefni og réttlæting fyrir starfsemi háskóla felist í „hreinni“ sannleiksleit
þeirra óháð samfélagslegum ávinningi.13 Í stað þess að horfa á háskólann
ýmist sem uppsprettu efnahagslegra eða andlegra verðmæta er spurt hvernig
háskólar séu uppspretta samfélagslegra verðmæta í víðari skilningi með skír-
skotun til siðferðilegra gilda.14 nýjar áherslur á borgaralegt og lýðræðislegt
hlutverk háskóla koma skýrt fram í því hvernig Magna Charta Universitatum
yfirlýsingin um grunngildi og ábyrgð háskóla var endurskoðuð árið 2020, 32
árum eftir upphaflega samþykkt.15 Í nýju útgáfunni er lögð sérstök áhersla
á borgaralegt hlutverk og ábyrgð háskóla sem er bæði hnattræn og stað-
bundin, ásamt lýðræðislegum gildum á borð við jafnræði, umburðarlyndi,
fjölbreytni í viðhorfum, sanngirni og menntun sem almannagæði og mann-
réttindi. Alls hafa 947 háskólar frá 94 löndum undirritað yfirlýsinguna, þar
á meðal Háskóli Íslands sem staðfesti árið 2021 aðild sína að breytingunum.
Aukin alþjóðleg umræða um lýðræðishlutverk háskóla ætti ekki að koma
á óvart í ljósi þess hvernig fjarað hefur undan lýðræðisþróun í heiminum
undanfarna áratugi. Samkvæmt rannsóknum Varieties of Democracy Insti-
tute bjó meira en fjórðungur mannkyns í löndum á braut lýðræðis árið
1996 en árið 2020 hafði þetta hlutfall lækkað niður í 5%. Í árlegri skýrslu
stofnunarinnar árið 2019 var bent á þrenns konar hnattræna ógn við lýð-
ræðið: (1) Stjórnvöld misbeiti áhrifum sínum á fjölmiðla, borgaralegt sam-
félag, réttarríkið og kosningar; (2) Eitruð skautun umræðu og viðhorfa fari
vaxandi; og (3) stafræn tækni sé notuð til að dreifa röngum upplýsingum.16
12 Ellen Hazelkorn og Andrew Gibson, „Public Goods and Public Policy: What is Pu-
blic Good, and Who and What Decides?“, Higher Education 78/2019, bls. 257–271.
13 Sjá til dæmis Godfrey Harold Hardy, Málsvörn stærðfræðings, Reynir Axelsson þýddi,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2011 [kom fyrst út á ensku 1940].
14 Samanber greinarmun Páls Skúlasonar á veraldlegum, andlegum og siðferðilegum
gæðum, sjá Páll Skúlason, Siðfræði. Um erfiðleika í siðferði og forsendur ákvarðana,
Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1990, hér bls. 24–40.
15 Magna Charta Observatory, Magna Charta Universitatum 2020, Bologna: Magna
Charta Observatory, 2020. Sótt 26. apríl 2022 af http://www.magna-charta.org/
magna-charta-universitatum/mcu-2020.
16 Anna Lührmann, Lisa Gastaldi, Sandra Grahn, Staffan I. Lindberg, Laura Max-
well, Valeriya Mechkova, Richard Morgan, natalia Stepanova og Shreeya Pillai,
V-Dem Annual Democracy Report 2019 . Democracy Facing Global Challenges, Gauta-