Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 175
SIGuRðuR KRISTInSSOn
174
við lýðræði að engin stofnun hefur það meginhlutverk að verja það og stuðla
að framþróun þess í samfélaginu. Háskólar gætu verið slíkar stofnanir.27
Ógnir við lýðræði hafa gert spurningar um lýðræðislegt hlutverk háskóla
enn brýnni en áður víða um lönd. Meðal þeirra sem hvatt hafa háskóla til
að setja lýðræðislegt hlutverk sitt í forgang eru reyndir háskólastjórnendur
í Bandaríkjunum. Amy Gutmann, rektor Pennsylvaníuháskóla og höfundur
grundvallarritsins Democratic Education28, sagði til dæmis í viðtali árið 2018:
Í ljósi þeirra gífurlegu samfélagslegu og pólitísku breytinga sem nú
blasa við jafnvel í sumum af stöðugustu lýðræðisríkjum heimsins
– tilhneigingar til ættarhyggju (e. tribalism), afgerandi skautunar
í fylgi við stjórnmálahreyfingar, afturhvarfs frá hugarfari borgara-
legrar ábyrgðar og síendurtekinnar framrásar útlendingahaturs,
rasisma, andúðar á gyðingum og áróðurs gegn múslimum – þá
væri mjög við hæfi að rifja upp mikilvægi lýðræðislegra markmiða
menntunar.29
Þá sendi Ronald J. Daniels, rektor Johns Hopkins háskóla, frá sér merka bók
árið 2021 sem nefnist What Universities Owe Democracy. Þar fjallar hann ítar-
lega og með skírskotun í sögu bandarískra háskóla um þátt þeirra í að skapa
félagslegan hreyfanleika, menntun til lýðræðis, þekkingu í þágu lýðræðis og
menningarlega fjölbreytni. Bókin kom út eftir að æstur múgur hafði ráðist
á bandaríska þinghúsið í upphafi árs 2021 og er sterkt ákall um að háskólar
leggi lýðræðishlutverk sitt til grundvallar í stefnumótun og starfi:
Háskólinn getur ekki, sem stofnun, verið sinnulaus um andstöðu
sína við valdboðshyggju, stuðning sinn við reisn og frelsi, skuld-
bindingu sína við umburðarlynt samfélag margra kynþátta, eða
staðfasta trú sína á að sannleikur og staðreyndir skuli liggja til
grundvallar þegar sameiginlegar ákvarðanir eru teknar […] þessi
bráðnauðsynlega stofnun verður ekki aðeins að nýta tækifærið til
að skilja hvað amar að okkar frjálslynda lýðræði, hún verður einnig
trust-in-government.htm.
27 Sjá Sigurður Kristinsson, „Constructing universities for Democracy“, Studies in
Philosophy and Education, rafræn birting 17. nóvember 2022, https://doi.org/10.1007/
s11217-022-09853-5.
28 Amy Gutmann, Democratic Education, Princeton: Princeton university Press, 1987.
29 Mitja Sardoc, „Democratic Education at 30“, bls. 247.