Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 176
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
175
að ganga lengra í að greina sinn eigin þátt í að hlúa að frjálslyndu
lýðræði, hvar hún hefur hjálpað til og hvar hún hefur brugðist, og
síðan að beita sér af öllum kröftum við að bæta upp það sem henni
hefur mistekist.30
Ákall Daniels á brýnt erindi til íslenskra háskóla ekki síður en háskóla í
öðrum ríkjum. Eins og glöggt má ráða af þeirri gagnrýni sem kom fram á
íslenska stjórnsiði í kjölfar efnahagshrunsins 2008 er ekki hægt að ganga að
því vísu að á Íslandi sé lýðræðið ávallt við hestaheilsu hvað sem líður ógnum
við það í öðrum löndum.
Hugmyndin um háskóla
Stefnumótun háskóla veltur á því hvernig tveimur grundvallarspurningum
er svarað: „Hvað eru háskólar?“ og „hvernig ættu háskólar að vera?“ Fyrri
spurningin kallar á svör sem eru lýsandi fyrir þann veruleika sem vísað er til
með orðinu „háskóli“, bæði í sögu og samtíma. Á slíkum svörum er reynt að
byggja spádóma um það hvernig háskólar muni þróast og hvernig raunhæft
sé að reyna að hafa áhrif á þróun þeirra.31 Síðari spurningin kallar á gildis-
dóma um þau verðmæti sem starfsemi háskóla felur í sér, kallar fram, eða er
hluti af.
Kenningar um háskóla leitast gjarnan við að svara báðum þessum spurn-
ingum þannig að úr verði heildstæð mynd eða háskólalíkan. Hér má nefna
sem dæmi áhrifamiklar eldri kenningar höfunda á borð við Wilhelm von
Humboldt,32 John Henry newman,33 Jose Ortega y Gasset,34 Karl Jaspers35
30 Ronald J. Daniels, What Universities Owe Democracy, bls. 249–251.
31 Brendan Cantwell, „What university Makes a Public Good?“, Globalisation, Societies
and Education 20(1)/2021, bls. 56–63; Roger Pizarro Milian og Scott Davies, „Fore-
casting the Impacts of the „Future Work“ on universities. A Sociological Perspec-
tive“, On the Horizon 28: 1/ 2020, bls. 63–71.
32 Wilhelm von Humboldt, „On the Spirit and the Organizational Framework of
Intellectual Institutions in Berlin“, Minerva 8/1970, bls. 242–250. Kom fyrst út á
þýsku 1810.
33 John Henry newman, The Idea of a University, London: Aeterna Press, 2015. Kom
fyrst út 1852.
34 Jose Ortega y Gasset, Mission of the University, new York: Routledge, 1946. Kom
fyrst út á spænsku 1930.
35 Karl Jaspers og Kurt Rossman, Die Idee der Universität, Heidelberg: Springer-Verlag
Berlin, 1961.