Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 178
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
177
fela í sér gagnrýni er þegar háskólum er lýst með áherslu á þátt þeirra í ný-
lendustefnu.45
Ljóst er að umræðan um spurningarnar tvær, „hvað er háskóli?“ og
„hvernig ættu háskólar að vera?“ er fjölradda og býður upp á ólík sjónar-
horn. Páll Skúlason lýsir þessari fjölbreytni þannig: „háskólahugmyndin lifir
enn og tekur á sig ótal ólíkar myndir í raunverulegum háskólum.“46 nafni
hans Pavel Zgaga tekur örlítið dýpra í árinni: „Hugmyndin um háskóla –
hin eina sanna hugmynd um háskóla – er dauð. En hafið engar áhyggjur,
nú blasir við fögur sjón þúsund blómstrandi jurta á gröf hennar.“47 Það er í
þessu samhengi „þúsund blómstrandi jurta“ sem hér verður lögð áhersla á
að draga fram þá þætti í starfi háskóla sem skipta mestu máli fyrir lýðræðið.
Með þeirri áherslu er ekki sagt að önnur sjónarhorn skipti ekki máli eða að
hið eina og endanlega markmið háskólastarfs sé að þjóna lýðræðinu sem
best. Háskólar þjóna mörgum hlutverkum, í þeim leynast margir kimar og
þeir hafa mörg ólík andlit. En það er einmitt þess vegna sem hætta er á að
lýðræðishlutverkið týnist, gleymist, eða hverfi í skuggann og því er þörf á
að gaumgæfa háskólastarf sérstaklega frá sjónarhóli þess mikilvæga grunn-
gildis sem lýðræðið er í samfélagi okkar. undir lok þessarar greinar mun ég
færa rök fyrir því að háskólastarf sé ekki einungis mikilvægt heldur beinlínis
nauðsynlegt lýðræðinu; lýðræðið kæmist ekki af án háskólastarfs af því tagi
sem hefur lýðræðislegt gildi. Því vil ég ganga svo langt að segja að á há-
skólum hvíli sú skylda að endurhugsa hlutverk sitt. Rétt eins og það getur
brugðið til beggja vona með lýðræðisþróun í samfélaginu þá getur brugðið
til beggja vona með þá þætti háskólastarfs sem eru lýðræðinu nauðsynlegir.
Margræðni lýðræðishugtaksins
Hvorki í háskólalögunum né opinberum stefnuskjölum er útlistað hvað átt
er við með orðunum „háskóli undirbýr nemendur til ábyrgrar þátttöku í
lýðræðissamfélagi,“ en lýðræðishugtakið má túlka á ólíka vegu ekki síður
en hugmyndina um háskóla. Lýðræði hefur verið skilgreint sem aðferð við
sameiginlega ákvarðanatöku sem einkennist af jöfnuði allra sem hlut eiga að
grein 6 [rafrænt tímarit]. Sótt af https://cedar.wwu.edu/jec.
45 Brendan Cantwell, „What university Makes a Public Good?“
46 Páll Skúlason, „Hvað er góður háskóli? Hugleiðing um þróun háskóla og ólík við-
horf til þeirra í samtímanum“, Háskólapælingar, bls. 37–62, hér bls. 61.
47 Pavel Zgaga, „Review of Ronald Barnett, Being a University“, Studies in Philosophy
and Education 31/2012, bls. 419–426, hér bls. 419.