Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 181
SIGuRðuR KRISTInSSOn
180
L
ýð
ræ
ði
sl
eg
t g
ild
i h
ás
kó
la Gildi vegna
tengsla við lýðræði
Ytra gildi
Gildi í sjálfum sér
Innra gildi
Tengsl við lýð-
ræði önnur en
afleiðingar
Ekki-notagildi
Afleiðingar
fyrir lýðræði
Notagildi
Lýðræði kæmist
ekki af án þess
Nauðsynlegt gildi
Sem hluti lýðræðis
Framlagsgildi
Sem tákn lýðræðis
Táknrænt gildi
Háskóli raungerir
lýðræði
Annars stigs
innra gildi
Lýðræði kæmist
af án þess
Ónauðsynlegt gildi
Mynd 1. Gildi háskóla frá sjónarhóli lýðræðis
Sú flokkun gilda sem sýnd er á Mynd 1 á sér fyrirmynd í umfjöllun Elenu
Ziliotti um gildi lýðræðis,55 en flokkuninni er hér beitt til að varpa ljósi á
lýðræðislegt gildi háskóla. Augljósasti flokkurinn er notagildið; háskólar
hafa lýðræðislegt gildi vegna þess hvernig þeir viðhalda og efla lýðræði í
þjóðfélaginu með þekkingarsköpun, með mótun lýðræðishæfni og lýðræðis-
menningar og síðast en ekki síst með skuldbindingu við sannleikann.
Lýðræðislegt notagildi háskóla
Þekkingarsköpun
Háskólar eru stofnanir þar sem þekking, sem nýta má í opinberri stefnumót-
un og ákvörðunum stjórnvalda, er sköpuð, varðveitt og henni miðlað. Ef við
gefum okkur að þegar stefnumótun og ákvarðanir í sameiginlegum málum
byggjast á traustri þekkingu endurspegli þær betur lýðræðislegan vilja sam-
félagsins, þá er hér um að ræða lýðræðislegt notagildi. Fyrir þessari forsendu
hafa verið færð margvísleg rök sem of langt mál væri að rekja hér.56 Til að
lýðræði fái þrifist verður að ríkja traust á stjórnvöldum, sem aftur krefst þess
að almenningur hafi trú á því að opinberir embættismenn séu hæfir til að
meta hvað er satt og rétt hverju sinni og skuldbundnir til að greina heiðar-
lega frá staðreyndum.57 upplýstur almannavilji er meira virði og hefur meira
55 Elena Ziliotti, „Democracy‘s Value“, bls. 412.
56 Sjá til dæmis Ronald J. Daniels, What Universities Owe Democracy, bls. 131–186.
57 William Galston, Truth and Democracy, Philadelphia: university of Pennsylvania
Press, 2012, bls. 130–145.