Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Qupperneq 187
SIGuRðuR KRISTInSSOn
186
„sameiginlegum heimi“ tilvísana til grunnstaðreynda. En bæði fyrr og nú
hafa lygar og áróður – þar á meðal falsfréttir samtímans – ruglað fólk svo í
ríminu að það fer að líta á staðreyndir sem valkvæðar skoðanir og skoðanir
sem óhagganlegar staðreyndir. Þetta á bæði við um óbrotnar staðreyndir og
skilning sem aflað er með rannsóknum í háskólum, svo sem á loftlagsbreyt-
ingum og veirusjúkdómum. Til að bæta gráu ofan á svart benda rannsóknir
til þess að á samfélagsmiðlum breiðist falsfréttir og ósannur orðrómur út
bæði hraðar og víðar en staðreyndir.85 Þessar aðstæður í samtíma okkar
skapa þekkingarfræðilega óvissu sem ógnar lýðræðinu og veikir tilkall vald-
hafa til réttmæts lýðræðislegs umboðs.86
Þó greining Arendt tali sterkt inn í samtíma okkar má einnig gagnrýna
þann skarpa greinarmun sem hún virðist gera á sannleika og hinum ýmsu
staðhæfingum sem settar eru fram í þjóðfélags- eða stjórnmálaumræðu. Eins
og Simone Chambers bendir réttilega á virðist Arendt ganga út frá því að
sannleikurinn sé einn og endanlegur á meðan staðhæfingar í stjórnmálum
séu margvíslegar og umdeilanlegar.87 Þessi forsenda rímar illa við skilning
okkar á því hvernig sannleiksleit fer fram, hvort sem það er í háskólum eða á
fjölmiðlum, og einnig hvernig þjóðfélagsumræða getur þegar best lætur haft
tilhneigingu til að elta uppi sannleikann. Það er hæpin lýsing á háskólastarfi
að þar sé leitað að eilífum og óbreytanlegum sannleika, sem standi utan og
ofan við öll þau álitaefni sem borgarar og stjórnmálafólk í lýðræðisríki þurfa
að mynda sér skoðun á. Leitin að þekkingu og skilningi, sem talið er að
einkenni háskólastarf öðru fremur, ætti að fylgja ferli gagnrýninnar hugs-
unar þar sem staðhæfingar eru settar fram með fyrirvara um að þær gætu
reynst rangar og látið er reyna á trúverðugleika þeirra með röksemdum,
gögnum og tilraunum. Slík leit skilar gagnlegum staðreyndum og bættum
skilningi með hjálp kenninga, þar á meðal staðreyndum og skilningi sem
er hluti þess staðreyndagrunns sem pólitísk skoðanamyndun í samfélaginu
getur gengið að vísum þar til frekari rannsóknir hafa leitt annað í ljós. Hún
cy. Is Fake news Destroying the Public Sphere?“, Political Studies 69: 1/2021, bls.
147–163, hér bls. 148.
85 Robinson Meyer, „The Grim Conclusions of the Largest-Ever Study of Fake
news“.
86 Þetta á ekki endilega við ef fylgt er þröngum, formlegum skilningi á lýðræðislegu
umboði, svo sem að það sé einungis háð almennum kosningum og að störf valdhafa
rúmist innan laga. Þann skilning má þó gagnrýna frá sjónarhóli ólíkra túlkana á lýð-
ræðishugmyndinni.
87 Simone Chambers, „Truth, Deliberative Democracy, and the Virtues of Accuracy“,
bls. 152.