Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Side 196
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
195
bæris er það gildi sem það hefur í sjálfu sér. Ánægja og vellíðan er til dæmis
gjarnan talin góð í sjálfu sér og sársauki slæmur í sjálfu sér. Það sem gerir
ánægjuna góða er ekki tengsl hennar við eitthvað annað, svo sem notagildi
hennar, táknrænt gildi eða framlagsgildi (þó að það sem er ánægjulegt geti
að sjálfsögðu einnig haft slíkt gildi), heldur er einfaldlega gott að líða vel og
vont að líða illa. Því mætti álykta sem svo að ef háskólar hafa innra gildi þá
verði það ekki skýrt með tengslum þeirra við lýðræði, því slík skýring myndi
samstundis fela í sér að um ytra gildi væri að ræða.
Eins og Ziliotti bendir á er málið þó ekki alveg svona einfalt.111 Stofnun
getur haft annars stigs innra gildi ef hún er birtingarmynd verðmætrar hug-
sjónar eða nauðsynlegur hluti þess að hún verði að veruleika. Ef við teljum
lýðræði verðmætt í sjálfu sér og teljum einnig að háskólar geti verið birt-
ingarmyndir lýðræðis, þá má túlka viðhorf okkar þannig að lýðræði hafi
fyrsta stigs innra gildi og háskólar annars stigs innra gildi sem birtingar-
myndir lýðræðis. Dæmin sem tekin voru hér að framan um háskóla sem
tákn lýðræðis má þannig einnig flokka sem dæmi um annars stigs innra
gildi háskóla. Háskólar sem einkennast af jafningjastjórnun, jafningjamati,
frjálsum rökræðum, akademísku frelsi og umburðarlyndi eru stofnanir þar
sem lykilþættir lýðræðis eru lifandi veruleiki. Það sama má segja um lýðræði
í kennslustofunni þar sem það er viðhaft. Lýðræði í námssamfélagi hefur
annars stigs innra gildi sem birtingarmynd lýðræðis til viðbótar við það gildi
sem það kann að hafa sem farvegur menntunar. Einnig er ljóst að ef háskólar
eru nauðsynlegir til að lýðræðislegt þjóðskipulag fái þrifist, eins og hér hefur
verið haldið fram, þá hafa þeir annars stigs innra gildi sem nauðsynlegur
hluti lýðræðis.
Lokaorð
Háskólar geta þegið gildi sitt frá gildi lýðræðisins með ýmsum hætti. Aug-
ljósast er notagildi þeirra við að koma á, viðhalda og efla lýðræði í sam-
félaginu. notagildið felst meðal annars í þekkingarsköpun sem er lýð-
ræðinu mikils virði ásamt rækt háskóla við lýðræðishæfni borgaranna og
lýðræðismenningu í samfélaginu. Mikilvægt lýðræðislegt notagildi felst í
skuldbindingu háskólastarfs við sannleikann, ásamt því hugarfari og gildis-
mati sem tengist þeirri skuldbindingu, því að án hennar visnar lýðræðið og
molnar. Auk notagildis geta háskólar haft gildi sem tákn lýðræðis, svo sem
með jafningjastjórnun og frelsi til skoðana og tjáningar. Enn fremur hafa
111 Elena Ziliotti, „Democracy‘s Value“, bls. 413–414.