Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 42
40
ÚRVAL.
dæmis nafnið Argyrokastro,
þar sem við lögðum fyrst
áherzlu á fyrsta og fjórða at-
kvæði, svo að líkast varð tveim
orðum Argyro Kastro. Síðar
tókum við upp framburðinn
Argyrokastro, sem er fram-
burður þjóðarinnar. Oft er um
nöfn að ræða, sem einstakir
Bretar þekkja og hafa borið
fram með sínu nefi árum sam-
an, til dæmis Sarawa. En al-
menningur skilur nafnið betur,
ef það er borið fram eftir bók-
stafnum, Sarawak.
Hér eru aðeins nefnd fáein
dæmi um þau vandamál, sem að
höndum ber um framburð. Um
mörg þeirra er það að segja, að
mjög erfitt er að fella úrskurð,
og seint verður gert svo að öll-
um líki. En við þetta allt bætist
sú stöðuga hætta, sem verður á
mismæli, þegar um slík ókunn-
ugleg orð er að ræða. Erfiður
framburður gleymist fljótt, þeg-
ar nöfnin hverfa úr fréttunum,
og það verður örðugt að rifja
allt upp aftur, þegar bandamenn
fara að sækja fram yfir allt
það svæði, sem óvinimir hafa
af þeim tekið. Til dæmis er
ég núna búinn að steingleyma,
hvernig fram á að bera pólska
borgarnafnið PRZEMYSL, og
svo er um þúsundir annara
nafna.
Þið vitið kannske ekki, að
erfiðast er fyrir okkur að bera
fram okkar eigin landfræði-
nöfn. Á sunnudagskvöldum les-
um við upp lista yfir framlög
ýmissa bæja og héraða til
styrjaldaþarfa. Þá koma undar-
legustu og ókunnuglegustu nöfn
í ljós, og við fáum að heyra
það, ef við kunnum ekki rétta
framburðinn, til dæmis ef við
segjum Ystalyvera (eins og það
er skrifaðj, í stað Ustalavera
(eins og það er borið fram).
Hvemig fer, ef þér kvefizt?
Eiginlega enganveginn. Það
er ekki um.annað að gera en að
halda áfram að lesa og vona
hið bezta. Við höfum föst
vaktaskipti, og það væri til
mikilla óþæginda, ef einhver
forfallaðist frá verki vegna
veikinda. Venjulega tekst manni
að komast í málsgreinarlok,
áður en maður snýr snerli á
borðinu og tekur talklefann úr
sambandi, til þess að geta hóst-
að eða hnerrað. En verst er að
oft eru tveir hljóðnemar í klef-
anum, og þess vegna tekur ann-
ar þeirra stundum upp leiðinda-
hljóð, sem ekki var ætlazt til
að hlustendur heyrðu.